Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 41
41
millj. kr. Í lok árs 2018 var biskupsstofa skuldlaus við aðra sjóði kirkjunnar og átti þá
reyndar kröfu á kirkjumálasjóð.
Kirkjumálasjóður
Ársreikningur kirkjumálasjóðs er ekki tilbúinn en vinna við ársuppgjör 2018 er á
lokaspretti.
Lausafjárstaða kirkjumálasjóðs er ekki góð, halli ársins voru um 60 millj. kr. en
sjóðurinn hefur verið rekinn með viðvarandi halla undanfarin ár.
Tekjur ársins jukust en gjöld einnig. Vaxtagjöld eru lægri en árið áður, þ.e. árið 2017,
því krafa jöfnunarsjóðs á kirkjumálasjóð og krafa Biskupsstofu voru ekki vaxtareiknaðar
á árinu. Kostnaður vegna stjórnar, starfsskipunar og þjónustumálefna lækkaði, kostnaður
þjónustumálefna hækkaði og rekstrarkostnaður fasteigna hækkaði.
Hækkun fastafjármuna kirkjumálasjóðs er vegna hækkunar fasteignamats fasteigna.
Sú hækkun endurspeglar þó ekki raunvirðishækkun fasteigna því viðhaldskostnaði hefur
verið ábótavant í nokkur ár. Veltufé kirkjumálasjóðs lækkar um 40% frá árinu 2017 og er
greiðslustaða sjóðsins verulega slæm. Kirkjumálasjóður tók fé að láni hjá Biskupsstofu til
að fjármagna greiðsluvandann. Til stóð að gera upp skuldir sjóðsins með sölu á Laugavegi
31 en um áramót 1.1.2020 falla niður allar skuldir og kröfur á milli sjóða og fastafjármunir
verða sameiginlegir.
Lausafjárhlutfall sjóðsins er komið niður í 0,44 sem flokkast sem slæm staða og traust
fjármálastofnana á sjóðunum hefur minnkar.
Á sama tíma og lausafjárhlutfallið lækkar er eiginfjárhlutfallið það sama eða 0,9. Þegar
rekstrarhalli er varanlegur ætti eiginfjárhlutfallið að lækka en það stendur í stað vegna
hækkunar á fasteignamati eigna. Eins og áður segir ætti fasteignamat að endurspegla
raunvirði fasteigna en gerir það ekki nema fasteignum sé haldið vel við.
Kristnisjóður
Ársreikningur kristnisjóðs er endurskoðaður.
Tekjur kristnisjóðs eru hluti af kirkjujarðasamkomulaginu og eiga að jafngilda 15
prestslaunum.
Rekstur kristnisjóðs skilaði tæpum 10,5 millj. kr. í tekjuafgang. Tekjur sjóðsins voru
148,8 millj.kr. sem er hækkun frá fyrra ári. Veittir styrkir úr sjóðnum voru 66,7 millj. kr.
allt frá 200 þús. kr. til 11,0 millj. kr.
Launakostnaður kristnisjóðs er innheimtur frá biskupsstofu með kostnaðarhlutdeild
en starfsmenn sjóðsins fá laun sín greidd með launakeyrslu fjársýslu ríkisins.
Allar eignir kristnisjóðs eru veltufjármunir.
Jöfnunarsjóður sókna
Ársreikningur jöfnunarsjóðs er enn í vinnslu.
Tekjur jöfnunarsjóðs sókna eru 18,5% af sóknargjöldum til þjóðkirkjusafnaða, tekjurnar
eru viðbót við önnur sóknargjöld sem ríkið greiðir sóknum landsins.
Tekjuafgangur jöfnunarsjóðs var 59 millj. kr. sem leggjast við sjóð til úthlutunar styrkja.