Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 45
45
4. mál 2019
Flutt af biskupi Íslands
Starfsreglur um breyting á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna:
Ás-, Langholts- og Laugarnesprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sameinist í eitt
prestakall, Laugardalsprestakall.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Greinargerð.
Í hinu nýja Laugardalsprestakalli þjóna sóknarprestur og þrír prestar. Tekið verður tillit til
vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því
hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á
framhaldskirkjuþingi 2020.
Nefndarálit löggjafarnefndar
Löggjafarnefnd hefur fjallað um málið.
Lagt er til að Ás-, Langholts- og Laugarnesprestaköll, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
sameinist í eitt prestakall, Laugardalsprestakall.
Biskupafundur sendi sóknarnefndum og prófast tillöguna til kynningar 3. september
2019.
Umsögn barst frá sóknarnefnd Langholtssóknar sem styður í meginatriðum framkomna
tillögu biskupafundar um sameiningu Ás-, Langholts- og Laugarnesprestakalla í eitt nýtt
Laugardalsprestakall. Sóknarnefnd leggur áherslu á það, ef tillagan nái fram að ganga, að
fagleg sjónarmið verði látin ráða við val á nýjum sóknarpresti og gætt verði að jafnrétti
kynjanna.
Í fundargerð biskupafundar frá 9. október 2019 kemur fram að í hinu nýja prestakalli
þjóni sóknarprestur og þrír prestar.
Nefndin bendir á mikilvægi þess að tekið verði tillit til vígslualdurs, menntunar og
annarrar reynslu svo og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur
sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að sameining öðlist gildi 1. október 2020.
Löggjafarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt.
Stefán Magnússon sat hjá við afgreiðslu málsins.