Gerðir kirkjuþings - 2019, Qupperneq 53

Gerðir kirkjuþings - 2019, Qupperneq 53
53 12. mál 2019 Flutt af biskupi Íslands Starfsreglur um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum 1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. starfsreglnanna: Akureyrar- og Laugalandsprestaköll, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, sameinist í eitt prestakall, Akureyrar- og Laugalandsprestakall. 2. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 50. gr., sbr. 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Greinargerð. Í hinu nýja Akureyrar- og Laugalandsprestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020. Nefndarálit löggjafarnefndar Löggjafanefnd hefur fjallað um málið. Málið fjallar um tillögu biskupafundar um sameiningu Akureyrar- og Laugalands- prestakalls í eitt prestakall, Akureyrar- og Laugalandsprestakall. Biskupafundur sendi sóknarnefndum og prófasti tillöguna til kynningar 3. september 2019. Umsagnir bárust frá almennum safnaðarfundum allra sókna í Laugalandsprestakalli, sóknarnefnd Saurbæjarsóknar og safnaðarfundi Akureyrarsóknar sem haldinn var á árinu 2018 en þá var tillaga biskupafundar kynnt fyrst. Ekki bárust umsagnir eftir að tillagan var kynnt aftur á árinu 2019. Fram kemur í fundargerð biskupafundar frá 9. október 2019 að í hinu nýja prestakalli muni þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Í bréfi frá prófasti Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis dags. 20. september sl. kemur fram að góð sátt sé nú um sameiningu prestakallanna meðal sóknarnefnda beggja prestakalla. Bréf þetta er fylgiskjal með nefndarálitinu. Nefndin bendir á mikilvægi þess að tekið verði tillit til vígslualdurs, menntunar og annarrar reynslu svo og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að sameining öðlist gildi 1. október 2020. Löggjafarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt. Stefán Magnússon sat hjá við afgreiðslu málsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.