Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 56
56 57
15. mál 2019
Flutt af Agnesi M. Sigurðardóttur, Solveigu Láru Guðmundsdóttur og Kristjáni Björnssyni
Þingsályktun um mótun stefnu þjóðkirkjunnar í málefnumfólks á flótta,
hælisleitenda og innflytjenda
Kirkjuþing 2019 samþykkir að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að móta stefnu
og verklagsreglur þjóðkirkjunnar í málefnum hælisleitenda, fólks á flótta og innflytjenda.
Biskup Íslands skipi starfshópinn. Nefndin skili tillögum sínum á framhaldsþinginu í
mars næstkomandi.
Greinargerð.
Prestur innflytjenda hóf störf hjá þjóðkirkjunni í nóvember árið 1996.
Síðustu ár hefur starf hans aukist í takt við fjölgun hælisleitenda til Íslands. Er nú svo
komið að hann þjónar hælisleitendum í þremur kirkjum, Háteigskirkju, Breiðholtskirkju
og Keflavíkurkirkju. Frá haustdögum 2018 hefur hann haft skrifstofuaðstöðu í Breið-
holtskirkju og alþjóðlegur söfnuður er að myndast með reglulegu helgihaldi og auknu
safnaðarstarfi, s.s. skírnarfræðslu og safnaðarkvöldum. Árið 2015 fór prestur innflytjenda
af stað með reglulegt helgihald og móttöku hælisleitenda í fjórum kirkjum undir nafninu
Seekers. Fjórir prestar á höfuðborgarsvæðinu vinna nú náið með presti innflytjenda. Frá
2015 hefur prestur innflytjenda skírt um 60 flóttamenn. Af þeim voru 19 sendir utan en
28 fengu hæli á Íslandi. Þessir 28, ásamt tugum annarra kristinna flóttamanna, eru kjarni
þess safnaðar sem er að vaxa í Breiðholtskirkju.
Nefnd á vegum þjóðkirkjunnar fór utan og kynnti sér málefni fólks á flótta hjá
Alkirkjuráðinu og Lúterska heimssambandinu. Þá voru mynduð tengsl við CCME (The
Church‘s Commission for Migrants in Europe), sem eru samtök kirkna í Evrópu sem
sinna málefnum innflytjenda og fólks á flótta.
Mikilvægt er að starfshópurinn svari þeirri spurningu hvernig best sé að kirkjan taki
á móti hælisleitendum og flóttafólki og hvernig kirkjan vill búa að þeim sem koma til
landsins, ásamt þeim sem snúist hafa til kristinnar trúar og látið skírast. Einnig kanni
hópurinn hvernig megi skipuleggja starf stuðningsaðila og stuðningsfjölskyldna sem
aðstoða flóttafólk, ásamt annarri aðstoð.
Nefndarálit allsherjarnefndar
Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt með breytingartillögu
á þskj. 42
Allsherjarnefnd telur nægilegt að starfshópurinn sé skipaður þremur einstaklingum
enda sé það almenna reglan varðandi nefndarskipan.
Kirkjuþing 2019 samþykkir að skipaður verði þriggja manna starfshópur til að
móta stefnu og verklagsreglur þjóðkirkjunnar í málefnum hælisleitenda, fólks á flótta
og innflytjenda. Biskup Íslands skipi starfshópinn. Nefndin skili tillögum sínum á
framhaldsþinginu í mars næstkomandi.