Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 64

Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 64
64 65 framkvæmd starfa sem starfsfólki er veittur heldur einnig við fyrirlagningu starfsánægjukannana og samantekta úr starfsmannaviðtölum hvað snertir starfslíðan starfsfólk. Ábyrgð: Þjónustusvið biskupsstofu, kirkjuráð og vígslubiskupar. Tímamörk: 2019-2023. 7. Endurskoðun framkvæmdaáætlunar. Jafnréttisnefnd leggi mat á jafnréttisstefnuna og endurskoði framkvæmdaáætlun hennar reglulega. a. Fyrir 1. september 2023 skili nefndin tillögu að nýrri framkvæmdaáætlun til biskups Íslands og kirkjuráðs. Hún verði lögð fyrir kirkjuþing haustið 2023 og taki gildi 1. janúar 2024. Ábyrgð: Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar. Tímamörk: 1. september 2023. IV. KAFLI Niðurlag. Biskup Íslands ber ábyrgð á jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Biskup, vígslubiskupar, kirkjuráð, prófastar, vígðir þjónar kirkjunnar, sóknarnefndir og stofnanir kirkjunnar bera sameiginlega ábyrgð á að farið sé að jafnréttislögum og að jafnréttisstefnunni sé framfylgt, hver á sínu starfssvæði. Á vegum kirkjunnar er starfandi teymi um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Teymið starfar samkvæmt starfsreglum kirkjuþings um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar nr. 330/2019. Jafnréttisstefna þjóðkirkjunnar var samþykkt á kirkjuþingi 6. nóvember 2019.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.