Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 65

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 65
65 18. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um breyting á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum a. 2. mgr. 21. gr. starfsreglnanna orðast svo: Leiga af prestssetrum, þ.e. jörðum og húsum, auk hlunninda, ítaka og annarra réttinda sem prestur nýtur vegna embættis síns, skal nema 5% af fasteignamati hins leigða á ári á þeim svæðum þar sem gildistalan er 1,0 skv. reglum ríkisskattstjóra um skattmat af hlunnindum hvað varðar afnot af fasteignum, 4% á þeim svæðum þar sem gildistalan er 0,8 og 3,5% á þeim svæðum þar sem gildistalan er 0,7. b. 3. mgr. 21. gr. starfsreglnanna orðast svo: Leiga prestssetra í eigu kirkjunnar á svæðum með gildistöluna 0,8 og 0,7 skal ekki vera lægri en kr. 52.000 á mánuði og ekki hærri en kr. 108.000 og tekur sú fjárhæð breytingum árlega samkvæmt neysluvísitölu. Um leigu fyrir aðrar eignir skal samið. 2. gr. 22. gr. starfsreglnanna fellur brott. 3. gr. Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu. Nefndarálit fjárhagsnefndar Nefndin hefur fjallað um málið á þingskjali 18 og leggur til að kirkjuþing samþykki það með breytingartillögu á sérstöku þingskjali.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.