Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 66
66 67
19. mál 2019
Flutt af kirkjuráði
Starfsreglur um um breytingu á starfsreglum um kirkjuráð
nr. 817/2000, með síðari breytingum
1. gr.
Við 1. mgr. 11. gr. starfsreglnanna bætist nýr stafliður g) sem orðast svo: Strandarkirkjunefnd,
sbr. 2. gr. reglna um Strandarkirkju í Selvogi sem samþykktar voru á kirkjuþingi árið 2001.
2. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.
Athugasemdir við tillögu þessa.
Reglur um Strandarkirkju í Selvogi voru samþykktar á kirkjuþingi 2001. Á kirkjuþingi
2002 kom fram í skýrslu kirkjuráðs að ráðið hefði skipað Strandarkirkjunefnd. Enn fremur
var tilgreint að ráðið hefði gengið frá erindisbréfi fyrir nefndina og var það lagt fram á
kirkjuþinginu til kynningar. Erindisbréfið var gefið út 22. maí 2002 og undirritað af forseta
kirkjuráðs, biskupi Íslands. Tekið var fram í niðurlagi erindisbréfsins að það skyldi falla úr
gildi 1. júlí 2003. Strandarkirkjunefnd hefur ekki verið sett nýtt erindisbréf.
Samkvæmt 2. gr. starfsreglna um Strandarkirkju í Selvogi skipaði kirkjuráð núverandi
Strandarkirkjunefnd frá 1. júlí 2019 til fjögurra ára.
Ragnhildur Benediksdóttir, lögfræðingur, var skipaður formaður án tilnefningar, séra
Gunnar Jóhannesson skipaður samkvæmt tilnefningu prófasts Suðurprófastsdæmis og
séra Baldur Kristjánsson skipaður samkvæmt tilnefningu sóknarnefndar Strandarsóknar.
Eftir samþykkt starfsreglna um kirkjuráð árið 2000 láðist að geta um Strandarkirkjunefnd
í þeim starfsreglum ári síðar. Með þessari breytingartillögu er nú verið að bæta úr því.
Nefndarálit löggjafarnefndar
Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.