Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 72

Gerðir kirkjuþings - 2019, Síða 72
72 73 24. mál 2019 Flutt Axel Árnasyni Njarðvík og Svönu Helen Björnsdóttur Þingsályktun um að lýsa beri viðbragðsástandi í loftslagsmálum Kirkjuþing ályktar að stjórnvöldum beri að lýsa viðbragðsástandi vegna stöðunnar í loftslagsmálum á heimsvísu til að flýta fyrir innleiðingu þeirra róttæku aðgerða sem þörf er á til að stemma stigu við hlýnun andrúmslofts jarðar. Einnig er ríkisstjórn Íslands hvött til að aðgerðir í loftslagsmálum verði magnbundnar og tímasettar. Kostnaður. Enginn beinn kostnaður er samfara þessari yfirlýsingu annar en siðferðileg skuldbinding til raunhæfra en róttækra aðgerða og málsvörn fyrir umhverfi og náttúru. Greinargerð. Hér er tekið undir með ályktun prestastefnu 2019, svo og ýmsum samtökum og stjórn- völdum (s.s. Landvernd, breska þinginu o.fl.) þar sem stjórnvöld eru hvött til að lýsa yfir neyðarástandi. Á hinn bóginn er það talið farsælla hér að tala um viðbragðsástand en ekki neyðarástand. Viðbragðsástand hvetur stjórnvöld, samtök og einstaklinga til raunhæfra aðgerða í loftslagsmálum og að halda vöku sinni frammi fyrir aðsteðjandi vá. Á hinn bóginn hafa sérfræðingar í loftslagsmálum varað við of sterkri orðnotkun, sbr. orðið „neyðarástand“, en það getur fætt af sér lamandi kvíða og hræðslu frekar en að hvetja til aðgerða byggða á skynsamlegri von auk heldur sem slík orðnotkun kann að réttlæta a.m.k. í sumum löndum að gripið verði til aðgerða sem samrýmast ekki lýðræði og réttarríki. Nefndarálit allsherjarnefndar Allsherjarnefnd hefur fjallað um málið og leggur til að kirkjuþing samþykki málið óbreytt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.