Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 73
73
25. mál 2019
Flutt af Axel Árnasyni Njarðvík og Svönu Helen Björnsdóttur
Þingsályktun um kolefnisjöfnun ferðalaga á vegum kirkjustjórnarinnar
Kirkjuþing ályktar að þjóðkirkjan skuldbindi sig til þess að kolefnisjafna allir ferðir á
vegum kirkjustjórnar og prófastsdæma innan þriggja ára, þ.e. fyrir árið 2022. Það verði
gert með mótvægisaðgerðum í skógrækt eða endurheimt votlendis á jarðnæði í eigu
kirkjunnar, m.a. þar sem boðið verður upp á helgun lands, sbr. helgun lands í Skálholti 16.
september 2019.
Gerð verði greining á akstri og annarri orkuþörf á árinu 2020 og gerður samningur við
fyrirtæki um mælingu á kolefnisútblæstri og mótvægisaðgerðum. Jafnframt verði fundnar
leiðir til að hrinda kolefnisjöfnuninni í framkvæmd, annað hvort með þátttöku starfsfólks
í skógrækt þar sem það á við eða samningi við fyrirtæki sem taka líkt að sér (endurheimt
votlendis sérstaklega).
Stefnt er að því að verkefninu „að kolefnisjafna yfirstjórn kirkjunnar“ verði hrint í
framkvæmd sem hér segir:
2020 biskupsstofa, biskupsembætti.
2021 kirkjuráð, kirkjuþing.
2022 prófastsdæmi.
Einnig verði söfnuðum og starfsemi þjóðkirkjunnar gert kleift að kolefnisjafna starf sitt
á þessum jörðum líkt og nú þegar hefur verið lagt upp með í Skálholti.
Greinargerð.
Nú færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir kolefnisjafni starfsemi sína í samræmi
við umhverfissjónarmið og stöðu loftslagsmála. Meira að segja hefur verið rætt
um af hálfu stjórnmálamanna að leggja á kolefnisskatt til að hamla gegn útblæstri
gróðurhúsalofttegunda. Í sumum tilvikum eru fyrirtæki og stofnanir farnar að kaupa
þjónustu til kolefnisjöfnunar sem er þá tvenns konar:
Í fyrsta lagi er um að ræða mælingar á kolefnisfótspori (ferðalög, bílar, orka, vatn, sorp)
en nú þegar má með einföldum hætti fá aðgang að slíkri þjónustu þar sem hægt er að sjá í
rauntíma kolefnisfótspor starfseminnar og hverjar mótvægisaðgerðir þurfi. Hér er um að
ræða grænt bókhald sem færist mjög í vöxt hjá fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna
af sér samfélagslega ábyrgð.
Í annan stað leiða slíkar mælingar (grænt bókhald) í ljós hve mikið þarf af
mótvægisaðgerðum, t.d. í formi skógræktar eða endurheimtar votlendis, enda hér
byggt á mælanlegum stærðum. Nú eru að opnast möguleikar að kaupa slíka þjónustu
(mótvægisaðgerðir í skógrækt og endurheimt votlendis – Votlendissjóður, Kolviður).
Á hinn bóginn hefur þjóðkirkjan sjálf möguleika á að verða sjálfbær með því að jafna
kolefnisfótspor starfseminnar á sínu eigin landi án mikils tilkostnaðar. Segja má að
slíka starfsemi hafi þegar hafist með ferð starfsfólks og meðlima frá biskupsstofu og