Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 88

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 88
88 89 og hins vegar prestssetursjörðin Möðruvellir í Hörgárdal. Íbúafjöldi í Dalvíkurprestakalli er um 2.800 manns og því umfram hin almennu viðmið sem gengið er út frá í stefnu kirkjuþings. Einnig má líta til þess að Möðruvellir eru í 29 km. fjarlægð frá Akureyri, þar sem um 19.000 manns búa. Þykir því ekki þörf á að leggja til prestssetur, hvorki á Dalvík né Möðruvöllum. Möðruvellir eru merkur kirkju- og sögustaður og er lagt til að kirkjan haldi staðnum áfram í eigu sinni. Megnið af jörðinni hefur verið leigt Landbúnaðarháskóla Íslands og er engin ástæða til að breyta því. Leigja má íbúðarhús jarðarinnar út á almennum markaði. Núverandi umráðamaður prestsbústaðarins á Dalvík var skipaður árið 1997 og rennur því skipunartími út árið 2022. Núverandi umráðamaður prestssetursjarðarinnar Möðruvalla var skipaður árið 2014 og rennur því skipunartími út árið 2024. Laugalandsprestakall. Prestssetur Laugalandsprestakalls er Syðra-Laugaland, þ.e. íbúðarhús ásamt lóð. Jörðin er að öðru leyti í umsjá kirkjumálasjóðs. Hlunnindi jarðarinnar eru einkum heitt vatn og renna nú tekjur vegna sölu þess til kirkjumálasjóðs. Syðra-Laugaland er í 11 km. fjarlægð frá Akureyri, þar sem um 19.000 manns búa. Þykir ekki þörf á að leggja til prestssetur þar. Lagt er til að kirkjan haldi Syðra-Laugalandi áfram í eigu sinni og leigi eignina út á almennum markaði. Núverandi umráðamaður prestsbústaðarins á Syðra- Laugalandi er settur tímabundið til loka maímánaðar 2020 og fellur þá afnota- og umráðaréttur hans niður af fasteigninni. Nefndarálit fjárhagsnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt með breytingartillögu á þskj. 63. Breytingartillaga fjárhagsnefndar við tillögu að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1027/2007, með síðari breytingum Skylda til að leggja til prestssetur í neðangreindu prestakalli falli ekki brott: Vestfjarðaprófastsdæmi. Holtsprestakall.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.