Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 89

Gerðir kirkjuþings - 2019, Page 89
89 37. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna Kirkjuþing 2019 heimilar sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs: Kjalarnessprófastsdæmi. Útskálaprestakall, Skagabraut 30, Suðurnesjabær. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Dalvíkurprestakall, Dalbraut 2, Dalvík. Heimildarákvæði um sölu fasteigna gilda fram að kirkjuþingi 2021. Athugasemdir með tillögu þessari. Kirkjuráð óskar eftir að kirkjuþing 2019 heimili sölu þeirra fasteigna sem greinir í þingskjalinu. Fyrir kirkjuþingi liggur nú mál þar sem lagt er til að skylda til að leggja til prestsbústaði, þá sem taldir eru upp í máli þessu, verði felld brott. Ef kirkjuþing samþykkir að skyldan verði aflögð liggur beinast við, eðli málsins samkvæmt, að leita eftir heimild til að selja prestsbústaðina, sbr. 36. mál kirkjuþings 2019. Nefndarálit fjárhagsnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.