Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 91

Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 91
91 8. gr. 2. málsl. 36. gr. laganna fellur brott. 9. gr. Í stað orðanna „skipar í embætti“ í 37. gr. laganna kemur: ræður í starf sem og í önnur prestsstörf. 10. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna: a. Í stað orðanna „skipunar eða setningar í prestsembætti“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: tímabundinnar ráðningar eða ótímabundinnar ráðningar í prestsstarf. Í stað talnanna og orðanna „6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins“ í 3. mgr. kemur: sem starfsreglur kirkjuþings kunna að mæla fyrir um. 11. gr. Í stað orðanna „embættið með fjögurra vikna umsóknarfresti hið skemmsta“ í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: starfið. 12. gr. 40. og 41. gr. laganna falla brott. 13. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna: a. Í stað orðanna „hlotið skipun eða“ í fyrri málsl. 1. mgr. kemur: hefur verið ráðinn. b. Í stað orðsins „embættinu“ í síðari málsl. 1. mgr. kemur: prestsþjónustu. 14. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 59. gr. laganna: a. 1. mgr. orðast svo: Um starfsfólk þjóðkirkjunnar fer eftir starfsreglum um starfshætti hennar er kirkjuþing setur og hafi að geyma nánari fyrirmæli um stjórnun og starfshætti kirkjunnar á grundvelli laga þessara. Í reglum þessum skal m.a. kveðið á um réttarstöðu og hlutverk starfsfólks þjóðkirkjunnar eftir því sem við getur átt. b. Við 2. mgr. bætist ný málsliður sem orðast svo: Kirkjuþing setur gjaldskrá um þjónustu kirkjunnar, þ.m.t. vegna prestsþjónustu. 15. gr. V. kafli laganna fellur brott. 16. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.