Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 94

Gerðir kirkjuþings - 2019, Side 94
94 95 39. mál 2019 Flutt af kirkjuráði Þingsályktun um breytingu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar 19. gr. fasteignastefnunnar orðast svo: Fasteignir kirkjumálasjóðs, sem seldar eru eða leigðar ótímabundið eða til lengri tíma en fimm ára, skulu auglýstar til sölu eða leigu og öllum gefinn kostur á að bjóða í þær. Kirkjuþing getur samþykkt undantekningar frá þessu í einstökum tilvikum. Þess skal ávallt gætt að tryggja viðhlítandi landsréttindi kirkna og kirkjugarða ef við á, áður en sala eða leiga fer fram. Greinargerð Mismunandi reglur gilda um sölu eigna kirkjumálasjóðs annars vegar og leigu eigna sjóðsins hins vegar. Í 19. gr. fasteignastefnunnar kemur fram að ef selja eigi fasteignir kirkjumálasjóðs skuli þær auglýstar til sölu og öllum gefinn kostur á að bjóða í þær. Varðandi leigu á fasteignum sjóðsins gilda ekki sömu reglur. Því þykir nauðsyn að leggja til ofangreinda breytingu á 19. gr. stefnunnar á þann veg að samræmi sé á milli, þannig að einnig sé almennt skylt að auglýsa eignir sem leigðar eru til að gæta jafnræðis og gagnsæis, sbr. 5. gr. stefnunnar, þar sem segir að við umsýslu fasteigna skuli unnið á grundvelli stjórnsýslulaga og góðra stjórnsýsluhátta. Eðlilegt þykir því að gefa öllum kost á að leigja land sem er til leigu og reyna þannig að hámarka tekjur af því. Nefndarálit löggjafarnefndar Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.