Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 46
Dr. helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítala, hlaut inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna (american academy of nursing (aan)) í október sl. Er hún þar með fjórði hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi til að hljóta inngöngu í akademíuna, en inngöngunni fylgir nafnbótin fellow of the ameri - can academy of nursing (faan). Áður höfðu dr. Ásta Steinunn Thoroddsen, dr. Erla kolbrún Svavarsdóttir og dr. helga jónsdóttir hlotið inngöngu í aan, allar pró- fessorar við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands. Bandaríska hjúkrunarakademían, sem var stofnuð árið 1973, hefur það hlutverk að styrkja og efla hjúkrunarmenntun og -störf og vera virkur þátttakandi í stefnu- mörkun heilbrigðisþjónustu. félagar í aan eru rúmlega 2700 frá fjölmörgum löndum heims. Þeir sem hljóta inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna hafa með störfum sínum haft áhrif í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Frumkvöðull í framsæknum kennsluaðferðum rannsóknir helgu á sviði hjúkrunarstjórnunar hafa snúist um gæði og öryggi þjón- ustunnar, nýtingu tækni í heilbrigðisþjónustu, vinnu og vinnuumhverfi í hjúkrun og síðustu 10 ár hefur helga fyrst og fremst sinnt rannsóknum á gæðum hjúkrunar og teymisvinnu. helga hefur haft umsjón með og kennt hjúkrunarstjórnun og forystu við háskóla Íslands og á því sviði verið frumkvöðull í framsæknum kennslu aðferð - um, svo sem nýtingu tækninnar og hnattrænni nálgun. Í öllum verkum sínum hefur helga lagt áherslu á þverfræðilegt og alþjóðlegt samstarf og hefur hún stýrt og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum innanlands og utan sem hafa leitt til umbóta á vinnu og vinnuumhverfi í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu og þar með þjónustu við sjúk- linga. helga útskrifaðist með BSc-próf í hjúkrunarfræði frá háskóla Íslands 1986 og starfaði næstu ár við barnahjúkrun sem klínískur hjúkrunarfræðingur, hjúkrunar- stjórnandi og kennari. hún hélt síðar til Bandaríkjanna þar sem hún lauk MSc-prófi í barnahjúkrun og hjúkrunarstjórnun og doktorsprófi í hjúkrunarstjórnun frá uni- versity of iowa. frá heimkomu úr framhaldsnámi árið 2000 hefur helga starfað við stjórnun, kennslu og vísindi í háskóla Íslands og Landspítala. 46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Dr. Helga Bragadóttir félagi í Bandarísku hjúkrunarakademíunni Helga Bragadóttir, prófessor í hjúkrunarfræði.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.