Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 46
Dr. helga Bragadóttir hjúkrunarfræðingur, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítala, hlaut inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna (american academy of nursing (aan)) í október sl. Er hún þar með fjórði hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi til að hljóta inngöngu í akademíuna, en inngöngunni fylgir nafnbótin fellow of the ameri - can academy of nursing (faan). Áður höfðu dr. Ásta Steinunn Thoroddsen, dr. Erla kolbrún Svavarsdóttir og dr. helga jónsdóttir hlotið inngöngu í aan, allar pró- fessorar við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands. Bandaríska hjúkrunarakademían, sem var stofnuð árið 1973, hefur það hlutverk að styrkja og efla hjúkrunarmenntun og -störf og vera virkur þátttakandi í stefnu- mörkun heilbrigðisþjónustu. félagar í aan eru rúmlega 2700 frá fjölmörgum löndum heims. Þeir sem hljóta inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna hafa með störfum sínum haft áhrif í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Frumkvöðull í framsæknum kennsluaðferðum rannsóknir helgu á sviði hjúkrunarstjórnunar hafa snúist um gæði og öryggi þjón- ustunnar, nýtingu tækni í heilbrigðisþjónustu, vinnu og vinnuumhverfi í hjúkrun og síðustu 10 ár hefur helga fyrst og fremst sinnt rannsóknum á gæðum hjúkrunar og teymisvinnu. helga hefur haft umsjón með og kennt hjúkrunarstjórnun og forystu við háskóla Íslands og á því sviði verið frumkvöðull í framsæknum kennslu aðferð - um, svo sem nýtingu tækninnar og hnattrænni nálgun. Í öllum verkum sínum hefur helga lagt áherslu á þverfræðilegt og alþjóðlegt samstarf og hefur hún stýrt og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum innanlands og utan sem hafa leitt til umbóta á vinnu og vinnuumhverfi í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu og þar með þjónustu við sjúk- linga. helga útskrifaðist með BSc-próf í hjúkrunarfræði frá háskóla Íslands 1986 og starfaði næstu ár við barnahjúkrun sem klínískur hjúkrunarfræðingur, hjúkrunar- stjórnandi og kennari. hún hélt síðar til Bandaríkjanna þar sem hún lauk MSc-prófi í barnahjúkrun og hjúkrunarstjórnun og doktorsprófi í hjúkrunarstjórnun frá uni- versity of iowa. frá heimkomu úr framhaldsnámi árið 2000 hefur helga starfað við stjórnun, kennslu og vísindi í háskóla Íslands og Landspítala. 46 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Dr. Helga Bragadóttir félagi í Bandarísku hjúkrunarakademíunni Helga Bragadóttir, prófessor í hjúkrunarfræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.