Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 8
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar í tæplega 100 ára samstarfi íslenskra hjúkr-
unarfræðinga við SSn eða Samvinnu hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum. allt frá
stofnun árið 1920 hefur SSn barist fyrir bættri menntun, starfsskilyrðum og launum
hjúkrunarfræðinga. Það er við hæfi að rifja upp samstarf félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga við SSn á þessum tímamótum en félag hjúkrunarfræðinga á Íslandi varð
aðili að SSn 1923.
Til að rifja upp aðild fíh að SSn og hvað samstarfið hefur fært félaginu fengum
við til liðs við okkur fulltrúa félagsins undanfarna áratugi: Sigþrúði ingimundar-
dóttur, fyrrverandi formann hjúkrunarfélags Íslands, Ástu Möller og Elsu B. frið -
finnsdóttur, fyrrverandi formenn félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, aðalbjörgu
finnbogadóttur, fyrrverandi sviðstjóra fagsviðs fíh, og jón aðalbjörn jónsson, fyrr-
verandi alþjóðafulltrúa félagsins. Viðmælendur voru á einu máli um að samstarf
félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við SSn hefði lagt stóran grunn að þróun hjúkr-
unar á Íslandi.
8 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Samstarfið við SSN lagði grunn að þróun
hjúkrunar á Íslandi
— Aðalbjörg Finnbogadóttir og Helga Ólafs tóku saman
Í ár eru liðin 100 ár frá stofnun SSN. Í september 1920 komu saman í Kaupmannahöfn 1000
hjúkrunarfræðingar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi á fyrsta samnorræna sam -
ráðsfund hjúkrunarkvenna. Þar var samþykktur sameiginlegur samstarfsgrundvöllur sem
skyldi vera undirstaðan að skipulagi samtakanna. SSN skyldi einkum berjast fyrir þremur mál-
efnum: Þriggja ára menntun hjúkrunarkvenna að lágmarki, styttingu vinnudags hjúkrunar-
kvenna og samræmingu og endurbótum á launum og eftirlaunum þeirra.
Standandi f.v.: Aðalbjörg Finnbogadóttir,
Jón Aðalbjörn Jónsson og Ásta Möller.
Sitjandi f.v.: Sigþrúður Ingimundardóttir
og Elsa B. Friðfinnsdóttir.