Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 66
að verða fyrir frumudauða. Það er því lykilatriði að viðhalda og auka blóðflæði til
jaðarsvæðisins til þess að koma í veg fyrir frekari stækkun á drepsvæðinu. Því fyrr
sem gripið er inn í þegar blóðsegi er til staðar, því minni líkur eru á heilaskemmdum
og þar af leiðandi betri batahorfur fyrir sjúklinginn (Leigh o.fl., 2018). Sjá mynd 1 af
drepkjarna og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann.
Mynd 1. Drepkjarni og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann
Vegna þess hversu hratt heilafrumur deyja í byrjun heilaslags er o talað um að
„tímatap sé heilatap“. Til þess að gera sér betur grein fyrir skaðanum má nefna að
við dæmigerða heilablóðþurrð í stórri slagæð (a. media cerebri) verða eirfarandi
breytingar að jafnaði á hverri klukkustund:
• 120 milljón taugafrumur deyja
• 830 milljónir boðskipta við taugamót taugafrumna munu ekki eiga sér stað
• 714 km tap af hvítu efni sem umlykur taugasíma taugafrumnanna
• Heilinn eldist um 3,6 ár
Ef þetta er reiknað út frá einni sekúndu deyja 32.000 taugafrumur og heilinn eldist
um 8,7 klukkustundir. Þetta sýnir að hver einasta sekúnda skiptir máli í bráða -
meðferð sjúklinga með heilablóðþurrð. Geta má að þetta er eingöngu lýsandi dæmi
en það er mismunandi eir sjúklingum hversu öflugt aðlægt blóðflæði er í kringum
drepið og hversu hratt drepsvæðið stækkar (Jung o.fl., 2017; Saver, 2006).
Bráðameðferð eftir heilaslag
Undanfarna þrjá áratugi hefur verið allað um mikilvægi markvissra viðbragða þegar
einstaklingur fær heilaslag (Dennis og Langhorne, 1994; Teasell o.fl., 2016). Miklar
framfarir hafa orðið í læknismeðferð og hafa þær fengið meiri athygli heldur en
mikilvægi góðs klínísks eirlits og hjúkrunarmeðferðar. Vitað er að bæði læknis -
meðferð og hjúkrunarmeðferð skiptir miklu máli fyrir batahorfur sjúklinga (Miller
o.fl., 2010; Williams o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar bera o ábyrgð á að samhæfa
meðferð sjúklings. Vel skipulagt ferli sjúklings eir heilaslag leiðir til bættrar heilsu
og sjálfsbjargargetu og fækkar legudögum á sjúkrahúsi. Auk þess verður kostnaður
minni (Langhorne og Ramachandra, 2020).
Fyrstu þrjá sólarhringana eir heilaslag vinna hjúkrunarfræðingar og annað heil-
brigðisstarfsfólk markvisst að tveimur meginmarkmiðum: (1) að koma í veg fyrir
frekari heilaskaða og (2) að hindra fylgikvilla heilaslags (Chapman o.fl., 2019; Denny
marianne e. klinke o.fl.
66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Drepkjarni:
Varanlegur skaði
Jaðarsvæði:
Lifandi svæði en hætta
á að þar verði drep
Ef sjúklingur leggst inn á sjúkrahús nógu snemma eftir heilaslag
er stundum hægt að veita svokallaða enduropnunarmeðferð. Um
er að ræða tvenns konar með ferð, annars vegar segaleysandi lyfja-
gjöf og hins vegar segabrottnám.