Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 40
hvernig er að vera íslenskur hjúkrunarfræðingur sem talar ensku, norsku og sænsku,
vera búsett í finnlandi en vinna í noregi af því ég verð að vera talandi á finnsku til
að fá vinnu í finnlandi? allt gott að frétta eða hvað í landi iittala og Múmínálfa með
covid-heimsfaraldur í þokkabót?
Ég hef unnið sem hjúkrunarfræðingur undanfarin 14 ár, útskrifaðist frá ha 2006,
með meistarapróf frá hÍ 2015 og hef starfað í þremur löndum, Íslandi, noregi og
Svíþjóð. Ég flutti til finnlands fyrir tæpu ári til að elta ástina og var spennt að mæta
til starfa og láta til mín taka í finnska heilbrigðiskerfinu, en já … það er nú eins og
það er.
Get heilsað og boðið góðan daginn
eftir tvö finnskunámskeið
að læra finnsku er eitthvað það erfiðasta sem ég hef tekist á við. Það eru tvö opinber
tungumál í finnlandi, finnska og sænska, en þar sem flestir finnar á helsinki -
svæðinu tala fyrst og fremst finnsku duga mínir sænsku hæfileikar ekki til að fá starf.
Ég er búin að fara á tvö finnskunámskeið í Opna háskólanum í helsinki, get heilsað
og boðið góðan daginn, skil aðeins meira en ég tala en það nær ekki mikið lengra.
Ég var mjög fljót að ná sænsku og norsku enda bæði tungumálin náskyld íslensku
og hjálpaði það mjög við að komast inn í samfélagið. En þetta verkefni ætlar að taka
lengri tíma. Það má gera ráð fyrir tveggja ára tungumálanámi til að vera vinnufær á
finnsku sjúkrahúsi og á ég því talsvert í land.
aðdáun mín á erlendum starfsfélögum mínum á Íslandi er mikil því þeir hafa
staðið frammi fyrir nákvæmlega sömu aðstæðum, flytja til nýs land og reyna að læra
tungumál sem er algjörlega framandi og upplifa e.t.v. að reynsla þeirra í heimaland-
inu nýtist ekki af því þeir geta ekki tjáð sig á nýja tungumálinu.
40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Þankastrik
Mállaus í landi Iittala og Múmínálfa
á tímum heimsfaraldurs
Hildur Sveinsdóttir
Hildur Sveinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur.
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki
gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir
geta allað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt hvað sem hefur orðið
höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.
„Það er erfitt að skilja ekki málið, geta ekki gert mig skiljanlega og
vera háð manninum mínum að túlka og aðstoða mig við hluti sem
ég er vön að bjarga mér með. Ferð í kjörbúð verður allt í einu löng
og flókin þegar mikill tími fer í að lesa á allar umbúðir og jafnvel
með google translate í símanum til að vera viss um að ég sé að
kaupa léttmjólk en ekki rjóma.“