Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 117

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 117
og frá aðferðum til að auðvelda lífið og styrkja tengsl meðal fólks. Bæði er leitast við að efla öryggi heimilisfólks og frelsi þess til athafna þó þetta tvennt geti unnið hvort gegn öðru. Eins var rætt um hvernig heimilið getur orðið íþyngjandi og tak- markað daglegt líf. Slíkt kallar á breytingar, annaðhvort á heim- ilunum sjálfum eða flutning í nýtt húsnæði eða stofnun. Það skiptir miklu að hjúkrunarfræðingar þekki þessar ólíku að - stæður vel, geti tekið þátt í samræðum um kosti og galla heimila og bent á lausnir sem gagnast íbúum (Gregory o.fl., 2017). Fram kom að í fræðilegri umræðu og í daglegu tali hefur heimilið oft verið sveipað ljóma og sterkum tilfinningum um að tilheyra, ásamt minningum sem mikilvægt er að rækta. Hug- takið staðtengsl hefur verið notað til að skýra þetta. Þó hefur líka verið bent á að það sem raunverulega skiptir máli er að finnast maður „eiga heima“ eða að tilheyra og að hús næðið sem slíkt skiptir ekki höfuðmáli heldur þeir möguleikar sem felast í aðstæðunum til að líða vel og tengjast öðrum (Latimer, 2012). Grundvallarhugmynd sem tengist heimilum er að varðveita einkalíf. Rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar líta á sig sem gesti á heimilum þeirra sem njóta heimahjúkrunar og það endurspeglar væntanlega þá afstöðu að heimilisfólk leggi lín- urnar um inntak og fyrirkomulag þjónust unnar. Af ofangreindri umfjöllun má draga ýmsar ályktanir um uppbyggingu og framkvæmd heimahjúkrunar. Ástand og útlit heimila endurspeglar oft færni, sjálfsskilning og gildi heimilis - fólks sem mikilvægt er að taka mið af. Þessi atriði gefa mikil- vægar upp lýsingar um lífssögu heimilismanna og það sem skiptir þá máli. Þegar heimili fólks verða starfsvettvangur þurfa starfs- menn oft að sýna mikið umburðarlyndi og sætta sig við erfiðar vinnu aðstæður. Eins og rætt var um í upphafi greinarinnar er það stefna stjórnvalda að fyrirbyggja flutning hrumra eldri borg- ara á bráðasjúkrahús en það felur í sér að heilbrigðis þjónusta fer í auknum mæli fram á heimili fólks. Til að sú stefnan gangi eftir er áríðandi að huga að áhrifum hennar á líf og vellíðan íbúa. Þó grein þessi byggist á áralangri kynningu höfundar á efn- inu tryggði hin markvissa leit í gagnasöfnum að tekið væri mið af breiðu sviði og að sem flestar hugmyndir og stefnur væru kynntar. Vissulega er óheppilegt að fjalla ekki að neinu marki um alla þá áhugaverðu og mikilvægu tækni sem fram hefur komið til að aðstoða heimilismenn við að lifa góðu lífi og starfs fólk heimaþjónustu við að vinna sín störf. Jafnframt má benda á að ekki er fjallað um aðstæður aðstandenda sem um - önnunaraðila og íbúa á heimilum. Hjúkrunarfræðingar í heima - hjúkrun geta nýtt þessa samþættu framsetningu á fjölfaglegum skilningi, kenningum og rannsóknum sem tengjast heimilinu sem umhverfi sem mótar möguleika fólks til að líða vel. Hér er bæði fjallað um heimilin sem efnislegt umhverfi og tilfinn- ingar og reynslu heimilismanna sem móta möguleika þeirra til að lifa góðu lífi heima. Þakkir Ég vil þakka Berglindi Indriðadóttur iðjuþjálfa fyrir góðar ábendingar. Heimildir Andrews, G. J. (2016). Geographical thinking in nursing inquiry, part one: Locations, contents, meanings. Nursing Philosophy, 17(4), 262–281. Angus, J., Kontos, P., Dyck, I., McKeever, P. og Poland, B. (2005). The person - al significance of home: Habitus and the experience of receiving long‐term home care. Sociology of Health & Illness, 27(2), 161–187. Baldursson, S. (e.d.). The nature of at-homeness. Birt á heimasíðunni: Pheno- menological online: A resource for phenomenological inquiry. http:// www.phenomenologyonline.com/sources/textorium/baldursson-stefan- the-nature-of-at-homeness/ Barry, A., Heale, R., Pilon, R. og Lavoie, A. M. (2018). The meaning of home for ageing women living alone: An evolutionary concept analysis. Health & Social Care in the Community, 26(3), e337–e344. Bell, S. L., Foley, R., Houghton, F., Maddrell, A. og Williams, A. M. (2018). From therapeutic landscapes to healthy spaces, places and practices: A scoping review. Social Science & Medicine, 196, 123–130. Brickell, K. (2012). ‘Mapping’ and ‘doing’ critical geographies of home. Pro- gress in Human Geography, 36(2), 225–244. Board, M. og McCormack, B. (2018). Exploring the meaning of home and its implications for the care of older people. Journal of Clinical Nursing, 27(15–16), 3070–3080. Buse, C., Nettleton, S., Martin, D. og Twigg, J. (2017). Imagined bodies: Ar- chitects and their constructions of later life. Ageing & Society, 37(7), 1435– 1457. Casey, E. I. (2001). Between geography and philosophy: What does it mean to be in the place-world? Annals of the Association of American Geograph - ers, 91(4), 683–693. doi:10.1111/0004-5608.00266 Coleman, T., Kearns, R. A. og Wiles, J. (2016). Older adults’ experiences of home maintenance issues and opportunities to maintain ageing in place. Housing Studies, 31(8), 964–983. Cristoforetti, A., Gennai, F., og Rodeschini, G. (2011). Home sweet home: The emotional construction of places. Journal of Aging Studies, 25(3), 225– 232. DuBose, J., MacAllister, L., Hadi, K. og Sakallaris, B. (2018). Exploring the concept of healing spaces. HERD: Health Environments Research & Design Journal, 11(1), 43–56. Dyck, I., Kontos, P., Angus, J. og McKeever, P. (2005). The home as a site for long-term care: Meanings and management of bodies and spaces. Health and Place, 11(2), 173–185. Exley, C. og Allen, D. (2007). A critical examination of home care: End of life care as an illustrative case. Social Science and Medicine, 65(11), 2317– 2327. Foucault, M. (1986). Of other spaces. Diacritics, 16(1), 22–27. Fæø, S. E., Husebo, B. S., Bruvik, F. K. og Tranvåg, O. (2019). “We live as good a life as we can, in the situation we’re in”: The significance of the home as perceived by persons with dementia. BMC Geriatrics, 19(1), 158. Gregory, A., Mackintosh, S., Kumar, S. og Grech, C. (2017). Experiences of health care for older people who need support to live at home: A system- atic review of the qualitative literature. Geriatric Nursing, 38(4), 315–324. Guirguis-Blake, J. M., Michael, Y. L, Perdue, L. A., Coppola, E. L. og Beil, T. L. (2018). Interventions to prevent falls in older adults: Updated evidence report and systematic review for the US preventive services task force. JAMA, 319(16), 1705–1716. doi:10.1001/jama.2017.21962 Heidegger, M. (1971). Building dwelling thinking, in poetry, language, thought (bls. 145–161). Þýtt úr þýsku á ensku af Albert Hofstadter. New York: Harper & Row. Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna til ársins 2030. Sótt á: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduney tid/ymsar-skrar/Heilbrigdisstefna_4.juli.pdf Heywood, F. (2005). Adaptation: Altering the house to restore the home. Housing Studies, 20(4), 531–547. Imrie, R. (2005). Disability, embodiment and the meaning of the home. Housi ng Studies, 19(5), 745–763. Iwarsson, S., Löfqvist, C., Oswald, F., Slaug, B., Schmidt, S., Wahl, H. W., … og Haak, M. (2016). Synthesizing ENABLE-AGE research findings to sug- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.