Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 115

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 115
vegar milli þess að skapa góð vinnuskilyrði fyrir umönn- unaraðila og hins vegar að viðhalda einkennum og tilfinninga- legu gildi heimilisins (Lindegaard og Brodersen, 2010). Hjón, þar sem konan þjáðist af MS-sjúkdómi, fengu arkitekta til að hanna breytingar á heimilinu sem fólu meðal annars í sér flutning á svefnherbergi og baðaðstöðu eiginkonunnar af ann- arri hæð á þá fyrstu. Upphaflegar tillögur arkitektanna að breytingum á húsnæðinu, eins og brautir fyrir lyftara til að flytja hana úr rúminu í aðliggjandi baðherbergi, komu kon- unni úr jafnvægi og leiddu til vanmáttartilfinningar. Hún átti erfitt með að sætta sig við að búa við breytingar sem hugsan- lega yrði þörf á síðar í hennar lífi. Annað áhugavert dæmi er hollensk rannsókn sem var hugsuð til að aðstoða arkitekta við að hanna húsnæði fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilun. Bent var á hvernig húsnæði getur hjálpað fólki með heilabilun til að viðhalda áttun, halda áfram hinu venjubundna lífi á heimilinu og til að eiga góðar samverustundir með sínum nán- ustu (Van Steenwinkel o.fl., 2019). Að starfa á heimili fólks Franski heimspekingurinn Michel Foucault (1986) ræddi um annarleg rými sem nefnd hafa verið undantekningarrými eða staðbrigði (fr. hétérotopies). Í slíkum rýmum hafa hefðbundin viðmið og venjur misst mátt sinn og þar af leiðandi hefur at- hafnarými þátttakenda breyst. Á vissan hátt falla heimili þar sem heilbrigðisþjónusta fer fram undir þessa skilgreiningu þar sem slíkar aðstæður eru um margt ólíkar bæði venjulegum heimilum og því sem gerist á stofnunum og fleiri vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Heimilin sem starfsmenn heimsækja eru fjölbreytt og endurspegla persónulegar áherslur heimilisfólks, jafnvel heimilishald sem fer í bága við algeng viðmið um þrif, reglusemi og umgengni. Það skiptir miklu máli að starfsfólk heimaþjónustu taki tillit til þessara óvenjulegu aðstæðna, en jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að þessar vinnuaðstæður geta verið starfsfólki erfiðar. Á liðnum árum hefur athyglin í auknum mæli beinst að líðan starfsfólks í vinnu og þeim áhrifum sem starfsumhverfi hefur. Augljóslega er erfiðara að stjórna slíkum þáttum á heim- ili fólks en á stofnunum, en þó hafa verið sett ákveðin mörk hvað snertir þessa þætti. Nýlega birtust niðurstöður áhuga- verðrar rannsóknar um aðstoð sem starfsfólk heimaþjónustu veitir við böðun og að komast á salerni á heimilum hrumra einstaklinga (King o.fl., 2019). Þar kemur fram að starfið mót - ast oft af þrengslum, skorti á viðeigandi búnaði og óvissu um ástand þeirra sem njóta umönnunar. „Að eiga heima“ — merking heimilisins Arkitektar hanna hús og umhverfi og síðan taka íbúar við þeim og ákveða yfirbragð heimilisins. Á margan hátt endurspegla heimilin einstaklingana sem þar búa, sköpunargleði, smekk, listfengi, gildismat, reglusemi og áherslur í lífinu (Angus o.fl., 2005). Margir eru stoltir af heimili sínu og líta á það sem hluta af sér sjálfum. Þannig eru heimilin nátengd sjálfsmynd ein- staklingsins og veita hjúkrunarfræðingum dýrmæta innsýn í persónu einstaklingsins og það sem skiptir hann máli. Heim- ilin endurspegla íbúana og eru því mikilvægar vísbendingar um uppruna, hæfileika, smekk, gildismat, fjárráð, styrkleika, erfiðleika og það sem skiptir fólk máli. Heimilismönnum finnst þeir vera við stjórn á heimilinu og geta lifað þar ótrufl - uðu einkalífi (Fæø o.fl., 2019). Heimilin eru jafnframt nátengd þroska og æviskeiðum fólks og hjá mörgum tengjast heimilin margbrotnum minningum. Því hefur verið haldið fram að jákvæðar tilfinningar sem tengjast því að eiga heima séu mikilvægar til að líða vel og lifa í sátt við tilveruna (Latimer, 2012). Hugtakið heima vísar til tilfinningalegra þátta og minninga, þeirra tengsla sem einstak- lingurinn hefur við ákveðinn stað og þá merkingu sem sá staður hefur fyrir einstaklinginn (Baldursson, e.d.). Ýmis orð og orðatiltæki í íslensku endurspegla hina jákvæðu afstöðu sem algengt er að fólk hafi til heimilisins eins og Heima er best. Orðið heimþrá vísar til löngunarinnar til að komast heim, komast í umhverfi sem við þekkjum og okkur líður vel í. Í um- fjöllun um heimilin hafa þau bæði verið tengd hamingju, já - kvæðri sjálfsmynd og varðveislu einkalífs og öryggis, vellíðan, afslöppun og skjóli (Soilemezi o.fl., 2017). Ýmsir höfundar lýsa heimilinu sem stað sem mótar íbúana (Milligan, 2009) og benda í því sambandi á hversdagslegar at- hafnir sem þar fara fram og ólíkar minningar sem tengjast til- teknum stöðum. Fólk tengist stöðum eins og heimilum til - finn inga böndum, þeim fylgja oft minningar um samveru og gleði, en geta einnig tengst sárum og erfiðum tilfinningum. Í rannsókn Board og McCormack (2018) voru þátttakendur beðnir um að taka mynd af því sem þeim fannst endurspegla heimili þeirra best. Margir tóku myndir af hlutum og stöðum innan heimilisins sem skipta þá miklu máli, eins og vinnu- herbergi eða hægindastól þar sem lýsing er góð og notalegt er að hvíla sig. Í greiningu Barry og samstarfsmanna (2018) á rannsóknum á reynslu kvenna var hugmyndin um heimilið sem auðlind áberandi. Heimilið var forsenda tengsla og sam- skipta, það geymdi sögu og minningar og þar fundu margar kvenn anna til öryggis. Líkt og komið hefur fram í öðrum rannsóknum voru tengsl kvennanna við heimilin áberandi. Í gjörn ingi Þórunnar Björnsdóttur, sem hún nefnir Vertu eins - og heima hjá þér, leitaðist hún við að skilja eldhúsið sem stað sem tengist umhyggju, næringu, samkennd og samræðum. Telur hún að hin jákvæða reynsla af samveru, samskiptum og athöfnum, sem eiga sér stað í eldhúsi og tengjast elda- mennsku og umhyggju, fylgi fólki alla ævi (Þórunn Björns- dóttir, 2014). Samband eldra fólks við heimili sitt Fjölmargir fræðimenn hafa bent á hvernig reynslan af stöðum eins og heimilinu og tilfinningar þeim tengdum breytast í kjölfar breyttra aðstæðna. Í ítalskri rannsókn sem fjallaði um ekkjur sem ákváðu að halda áfram að búa á heimili sínu eftir andlát maka var kannað hvernig tengsl þeirra við heimilið breyttust (Cristoforetti o.fl., 2011). Höfundar lýsa margvís- legum breytingum sem áttu sér stað á merkingu, tengslum og notkun ólíkra herbergja. Eldhúsið varð smám saman mikil- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.