Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 78
Til þess að útskýra af hverju það er svo mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun eftir djúpkjarna-rafskautsörvun verður í þessari fræðslugrein fyrst fjallað almennt um PV. Þá er farið yfir hvað djúpkjarna-rafskautsörvun er og síðan er fjallað um kvíða, þunglyndi og hvataröskun og hvaða afleiðingar raförvun getur haft á þau einkenni. Að lokum er rætt um þætti sem hjúkrunarfræðingar þurfa að taka tillit til þegar samdar verða nýjar leiðbeiningar varðandi eftirfylgd einstaklinga með PV sem fá djúpkjarna-rafskautsörvun. Parkinsonveiki Talið er að um 600–800 einstaklingar séu með parkinsonveiki (PV) á Íslandi. PV er einn algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn á eftir alzheimers-sjúkdómnum (Lewis o.fl., 2015; Parkinsonsamtökin, 2020). Meðalaldur við greiningu er um 60 ár (Tysnes og Storstein, 2017). Það sem aðallega veldur sjúkdómseinkennum er missir eða hrörnun á dópamínmyndandi taugafrumum í sortukjarna heilans (e. substantia nigra). Þegar skortur er á taugaboðefninu dópamíni verður ójafnvægi á starf semi taugakerfisins. Þetta kallar fram hreyfitruflanir og fjölda ekki-hreyfieinkenna sem einstaklingar með PV þurfa að kljást við í sínu daglega lífi (Schapira o.fl., 2017). Hreyfieinkennin eru þau einkenni sem aðrir taka hvað mest eftir. Dæmigerð hreyfieinkenni eru hægar hreyfingar, hvíldarskjálfti, stirðleiki og óstöðugleiki. Til þess að greina sjúkdóminn þurfa hreyfingar einstaklingsins að vera hægar og a.m.k. eitt af hinum hreyfieinkennunum einnig að vera til staðar (Birchall o.fl., 2017; Hart- mann o.fl., 2019). Helstu hreyfi einkenni koma fram í töflu 1. 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þung- lyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar? Snædís Jónsdóttir1, Jónína H. Hafliðadóttir1, Marianne E. Klinke1,2 1 Göngudeild taugasjúkdóma, taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi 2 Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Djúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki (PV) sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfi- getu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvata - röskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægt sé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða ef vandamál koma í ljós. Meðalaldur við greiningu PV er um 60 ár (Tysnes og Storstein, 2017). Það sem aðallega veldur sjúkdómseinkennum er missir eða hrörnun á dópamínmyndandi taugafrumum í sortukjarna heilans (e. substantia nigra). Þegar skortur er á taugaboðefninu dópamíni verður ójafnvægi á starfsemi taugakerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.