Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 18
gunnar helgason og harpa júlía sævarsdóttir
18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
fíh svarar ekki spurningum á lokuðum síðum á samfélags -
miðlum og er sú stefna mörkuð af stjórn félagsins. Með þessu
er stjórn ekki að tala um að hjúkrunarfræðingar megi ekki eða
eigi ekki að tjá sig um kjaramál eða deila sínum skoðunum og
sjónarmiðum. Stjórnin vill með þessu frekar tala fyrir því að
umræða um kjaramál eigi sér stað á faglegan og ábyrgan hátt.
Stjórn félagsins skoðar nú möguleikann á því að hjúkrunar-
fræðingar hafi spjallsvæði til að ræða sín mál og hefur stjórn
félagsins þegar farið að vinna í því að athuga með slíkt svæði
inni á vef félagsins.
Skoðanafrelsi er við lýði, en orð hafa ábyrgð og hjúkrunarfræð-
ingar eiga sem ábyrg fagstétt að geta komið skoðunum sínum
vel og faglega frá sér. Því miður hefur það ekki alltaf verið svo
og slík umræða vekur mesta athygli og fjölmiðlar grípa hana
á lofti og vilja þá eigna allri stéttinni þá skoðun og orðræðu.
Það er ekki gott og hjálpar hjúkrunarfræðingum ekki í sinni
baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum og frekari virðingu.
kjara- og réttindasvið hvetur hjúkrunarfræðinga til þess að
leita til félagsins með spurningar um kjara- og réttindamál.
Tölvupóstfangið er kjarasvid@hjukrun.is.
Að lokum
Þó að miðlægur kjarasamningur hefði mátt skila meiru varð -
andi launalið kjarasamnings þá ávannst margt annað í þessum
samningum og má þar helst nefna stór skref í átt að styttri
vinnuviku sem barist hefur verið fyrir í lengri tíma sem og
réttur til sí- og endurmenntunar, lengra orlof og hærri yfir -
vinnuprósenta. Mikilvægt er að fylgja þessum þáttum vel eftir
og nýta tækifærin sem þar er að finna sem best. kosning trún -
aðar manna fer að fara í gang og verið er að skipuleggja ítarlega
fræðslu til handa þeim og öðrum til þess að kynna þessa veiga-
miklu þætti, eins og betri vinnutíma, með sem skilvirkustum
hætti.
Mikil umræða er nú meðal hjúkrunarfræðinga um mis-
munandi laun á stofnunum. Mörg sjónarmið eru þar uppi,
meðal annars þau að borga þurfi hjúkrunarfræðingum meira
fyrir að starfa á landsbyggðinni og að Landspítali greiði nú
hæstu launin. Ekki eru einföld svör við þessum spurningum
eða fullyrðingum þar sem oft er verið að bera saman stofnana-
samninga sem hafa mismunandi aðferðir við launasetningu
hjúkrunarfræðinga. Viðbótarlaun hjúkrunarfræðinga á Land-
spítala hafa flækt mjög hlutina þegar kemur að vinnu við end-
urskoðun stofnanasamninga og eins við túlkun á niðurstöðu
gerðardóms. Ljóst var að laun hjúkrunarfræðinga á Land-
spítala myndu lækka ef ekki tækist að tryggja fjármagn til þess
að halda launum sem höfðu viðbótarlaun óbreyttum, ásamt
því að hækka laun annarra sem ekki höfðu notið viðbótar-
launa. Svo virðist vera sem hækka hafi þurft laun meira á
Land spítala en á öðrum stofnunum til að tryggja jöfn laun og
því hafi stofnuninni verið tryggt meira fjármagn til þess að
endurskoða stofnanasamninga.
Barátta fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga er áfram-
haldandi verkefni fíh. Því verkefni lauk ekki þegar gerðar-
dómur úrskurðaði um laun hjúkrunarfræðinga í september.
Vonbrigði hjúkrunarfræðinga með þann úrskurð eru fullkom-
lega skiljanleg og tekur starfsfólk kjarasviðs fíh undir þau von-
brigði.
Skoðanafrelsi er við lýði, en orð hafa ábyrgð og
hjúkrunarfræðingar eiga sem ábyrg fagstétt að
geta komið skoðunum sínum vel og faglega frá
sér. Því miður hefur það ekki alltaf verið svo og
slík umræða vekur mesta athygli og fjölmiðlar
grípa hana á lofti og vilja þá eigna allri stéttinni
þá skoðun og orðræðu.