Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 85
Útdráttur
Tilgangur: Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu
hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og sam-
runa stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norður-
lands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta
haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig
stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar
var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir
skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari
yfir manna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli
þessara tveggja þátta.
Aðferð: Gögnum var safnað með könnun um starfsánægju og spurn-
ingalista um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS) í ís-
lenskri þýðingu. Spurningalistinn leiðir í ljós heildartölu þjónandi
forystu og átta undirþætti hennar. Þátttakendur voru hjúkrunarfræð-
ingar á HSN (N=104) sem fengu spurningalistann í tölvupósti. Svar-
hlutfall var 47,1%. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og
ályktunartölfræði.
Niðurstöður: Starfsánægja mældist há og fram komu sterk jákvæð
tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu. Heildarvægi þjónandi
forystu mældist 4,62 af 6,0 mögulegum (SD = 0,65). Meðalstigafjöldi
undirþátta lá á bilinu 3,39 til 5,01. Þrír af átta þáttum þjónandi forystu
(hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi) voru undir
viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Undirþáttur með hæsta gildið var
fyrir gefning en það gefur til kynna að persónulegur ágreiningur trufli
ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfirmanna í hjúkrun á HSN.
Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingar á
HSN, sem var nýlega stofnuð þegar rannsóknin fór fram, hafi verið
ánægðir í starfi og einkenni þjónandi forystu hafi verið til staðar hjá
yfirmönnum í hjúkrun á stofnuninni. Þá gefa þessar niðurstöður vís-
bendingar um að yfirmenn í hjúkrun á HSN hafi ráðið vel við þær
skipulagsbreytingar sem urðu á heilbrigðisþjónustunni á þjón-
ustusvæði HSN.
Efnisorð: Þjónandi forysta, Starfsánægja, Skipulagsbreytingar, Hjúkr-
unarfræðingar, Konur.
Inngangur
Fjármagn hefur verið af skornum skammti til rekstrar heil-
brigðisstofnana. Hagræðingarkröfur jukust í kjölfar efnahags-
hrunsins árið 2008 og var leitað til ráðgjafarfyrirtækisins The
Boston Consulting Group (2011) við úttekt á heilbrigðisþjón-
ustunni hér á landi. Í framhaldinu voru stofnaðir níu ráðgef-
andi vinnuhópar sem skiluðu úrbótatillögum um íslenska
heilbrigðisþjónustu til velferðarráðherra sem þá bar ábyrgð á
heilbrigðisþjónustunni (Lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjón-
ustu). Hóparnir lögðu til að fækka heilbrigðisumdæmum úr
tólf í sjö og sameina heilbrigðisstofnanir innan umdæmanna
á öllu landinu. Farið var eftir tillögunum og tóku breytingarnar
gildi með reglugerðum nr. 674/2014 um sameiningu heil-
brigðisstofnana í júlí 2014 og nr. 1084/2014 um heilbrigðis-
umdæmin í nóvember sama ár. Við þessar breytingar urðu
stofnanir tvær innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands, Sjúkra -
húsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Undir HSN sameinuðust Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi,
Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Heilbrigðisstofnunin í
Fjallabyggð, Heilsugæslustöðin á Dalvík, Heilsugæslu stöð -
in á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Eftir breyt-
inguna nær HSN yfir 19 sveitarfélög frá Húnavatns sýslum í
vestri að Bakkafirði í austri með sex starfsstöðvar: Akureyri,
Blönduós, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkrók.
Samhliða sameiningu heilbrigðisstofnana var sett á lagg-
irnar verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013–2017 en aðal-
markmið verkefnisins var að gera íslenska velferðarþjónustu
þarfamiðaða og þjónustustýrða (Velferðarráðuneytið, 2014).
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 85
Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Hjördís Sigursteinsdóttir, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri
Kristín Thorberg, hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri
Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf
til þjónandi forystu í fari yfirmanna á umbreytingar-
tímum í heilbrigðisþjónustu
Nýjungar: Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem könnuð eru
tengsl starfsánægju og þjónandi forystu í hjúkrun við skipu-
lagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu.
Þekking: Starfsánægja mældist mikil og sterk jákvæð tengsl
voru milli starfsánægju og þjónandi forystu í skipulagsbreyt-
ingunum.
Hagnýting: Stjórnendur gætu nýtt sér meginþætti þjónandi
forystu við skipulagsbreytingar í þeim tilgangi að viðhalda
starfsánægju hjúkrunarfræðinga.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Þjónandi forysta við skipu-
lagsbreytingar minnkar líkur á að það dragi úr starfsánægju
hjúkrunarfræðinga í kjölfar breytinganna.
Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?