Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 85
Útdráttur Tilgangur: Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og sam- runa stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norður- lands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfir manna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli þessara tveggja þátta. Aðferð: Gögnum var safnað með könnun um starfsánægju og spurn- ingalista um þjónandi forystu, Servant Leadership Survey (SLS) í ís- lenskri þýðingu. Spurningalistinn leiðir í ljós heildartölu þjónandi forystu og átta undirþætti hennar. Þátttakendur voru hjúkrunarfræð- ingar á HSN (N=104) sem fengu spurningalistann í tölvupósti. Svar- hlutfall var 47,1%. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Starfsánægja mældist há og fram komu sterk jákvæð tengsl milli starfsánægju og þjónandi forystu. Heildarvægi þjónandi forystu mældist 4,62 af 6,0 mögulegum (SD = 0,65). Meðalstigafjöldi undirþátta lá á bilinu 3,39 til 5,01. Þrír af átta þáttum þjónandi forystu (hugrekki, forgangsröðun í þágu annarra og falsleysi) voru undir viðmiðunarmörkum (α < 0,7). Undirþáttur með hæsta gildið var fyrir gefning en það gefur til kynna að persónulegur ágreiningur trufli ekki samskipti hjúkrunarfræðinga og yfirmanna í hjúkrun á HSN. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hjúkrunarfræðingar á HSN, sem var nýlega stofnuð þegar rannsóknin fór fram, hafi verið ánægðir í starfi og einkenni þjónandi forystu hafi verið til staðar hjá yfirmönnum í hjúkrun á stofnuninni. Þá gefa þessar niðurstöður vís- bendingar um að yfirmenn í hjúkrun á HSN hafi ráðið vel við þær skipulagsbreytingar sem urðu á heilbrigðisþjónustunni á þjón- ustusvæði HSN. Efnisorð: Þjónandi forysta, Starfsánægja, Skipulagsbreytingar, Hjúkr- unarfræðingar, Konur. Inngangur Fjármagn hefur verið af skornum skammti til rekstrar heil- brigðisstofnana. Hagræðingarkröfur jukust í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2008 og var leitað til ráðgjafarfyrirtækisins The Boston Consulting Group (2011) við úttekt á heilbrigðisþjón- ustunni hér á landi. Í framhaldinu voru stofnaðir níu ráðgef- andi vinnuhópar sem skiluðu úrbótatillögum um íslenska heilbrigðisþjónustu til velferðarráðherra sem þá bar ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni (Lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjón- ustu). Hóparnir lögðu til að fækka heilbrigðisumdæmum úr tólf í sjö og sameina heilbrigðisstofnanir innan umdæmanna á öllu landinu. Farið var eftir tillögunum og tóku breytingarnar gildi með reglugerðum nr. 674/2014 um sameiningu heil- brigðisstofnana í júlí 2014 og nr. 1084/2014 um heilbrigðis- umdæmin í nóvember sama ár. Við þessar breytingar urðu stofnanir tvær innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands, Sjúkra - húsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Undir HSN sameinuðust Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi, Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, Heilbrigðisstofnunin í Fjallabyggð, Heilsugæslustöðin á Dalvík, Heilsugæslu stöð - in á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Eftir breyt- inguna nær HSN yfir 19 sveitarfélög frá Húnavatns sýslum í vestri að Bakkafirði í austri með sex starfsstöðvar: Akureyri, Blönduós, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkrók. Samhliða sameiningu heilbrigðisstofnana var sett á lagg- irnar verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013–2017 en aðal- markmið verkefnisins var að gera íslenska velferðarþjónustu þarfamiðaða og þjónustustýrða (Velferðarráðuneytið, 2014). tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 85 Kristín Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri Kristín Thorberg, hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónandi forystu í fari yfirmanna á umbreytingar- tímum í heilbrigðisþjónustu Nýjungar: Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem könnuð eru tengsl starfsánægju og þjónandi forystu í hjúkrun við skipu- lagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu. Þekking: Starfsánægja mældist mikil og sterk jákvæð tengsl voru milli starfsánægju og þjónandi forystu í skipulagsbreyt- ingunum. Hagnýting: Stjórnendur gætu nýtt sér meginþætti þjónandi forystu við skipulagsbreytingar í þeim tilgangi að viðhalda starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Þjónandi forysta við skipu- lagsbreytingar minnkar líkur á að það dragi úr starfsánægju hjúkrunarfræðinga í kjölfar breytinganna. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.