Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 116

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 116
vægasta herbergið þar sem flestar athafnir fóru fram, en önnur herbergi voru minna notuð. Á einhverjum stað, yfirleitt þar sem tekið er á móti gestum, eins og í stofu, var komið fyrir myndum og jafnvel hlutum sem endurspegluðu lífsferil ekkj- unnar. Rannsakendur kölluðu þetta sýningarbás heimilisins, þar eru hlutir og minningar sem einstaklingurinn er stoltur af og vill að aðrir kynnist og endurspegla sjálfsmynd hans. Sýn - ingar bás er oft hjálplegur til að mynda tengsl og efla samskipti er heimahjúkrun hefst. Flestar ekknanna, sem tóku þátt í rann- sókninni, höfðu jafnframt skilgreint annan hluta heimilisins sem þeirra einkasvæði, svæði sem þær héldu fyrir sig. Þetta svæði veitti þeim eins konar skjól þar sem þær leyfðu erfiðum tilfinningum, eins og sorg og einmanaleika, að fá útrás. Þessar niðurstöður eru hjálplegar fyrir hjúkrunarfræðinga til að skilja hvernig fólk tjáir sig í gegnum fyrirkomulag á heimili og hvernig best sé að tengjast því. Í mörgum rannsóknum hefur komið fram að þeir sem starfa í heimaþjónustu telja að sér- kenni hennar felist í því að hún fer fram á heimili fólks og þar af leiðandi á forsendum íbúanna. Þessir þátttakendur vísa til sín sem gesta á þeim heimilum sem þeir starfa á (Kristín Björns - dóttir, 2018; Öresland o.fl., 2008). Friðhelgi einkalífsins er einn af hornsteinum flestra sam- félaga (Mannréttindastofnun Íslands, e.d.) og eru heimilin sá staður þar sem einkalíf íbúa nýtur hve mestrar verndar. Úti- dyrahurðin dregur mörkin milli einkarýmis og opinbers rýmis. Bak við hana er hægt að athafna sig að vild og hafa sína henti- semi. Hin mikla virðing sem borin er fyrir einkalífinu getur leitt til þess að heimilisfólk búi við ofbeldi, ánauð og kúgun án þess að nokkuð sé að gert. Í fræðilegu yfirliti er fjallað ítarlega um skuggahliðar heimilislífsins sem sjaldan koma upp á yfirborðið (Brickell, 2012). Þar kom fram að í mörgum rannsókn um hefur heimilinu verið lýst sem vettvangi átaka, togstreitu og ósættis. Þegar heimilið lætur á sjá: Aðstæður á heimilum og líðan Þeir sem starfa í heimaþjónustu gera sér fljótt grein fyrir að minnkuð orka og færni samfara langvinnum veikindum, háum aldri og í sumum tilvikum takmörkuðum fjárráðum hefur áhrif á getu einstaklingsins til að sjá um viðhald og nauðsynlegar endurbætur á húsnæði. Þetta endurspeglast skýrt í rannsóknum á heimilum fólks sem á við alvarlega heilsufarserfiðleika að stríða (Angus o.fl., 2005; Dyck o.fl., 2005). Líkt og talað er um að hrumir eldri borgarar séu við - kvæmir er líka talað um að heimili þeirra séu viðkvæm og ef heimilin fá að grotna niður getur það dregið úr vellíðan íbú- anna. Fyrir þá sem hafa alltaf lagt áherslu á að halda heimili sínu snyrtilegu og í góðu ástandi getur reynst erfitt að sætta sig við slíka afturför. Í þeim tilfellum gæti verið ráð að skoða möguleika til að skipta um húsnæði (Imrie, 2005). Í rann- sóknum sem hafa beinst að sambandi líkamlegs ástands og heimilisins hefur komið fram að fólk aðlagast nýju húsnæði fljótt ef það felur í sér umbætur á daglegu lífi (Imrie, 2005). Í rannsókn á afstöðu eldra fólks á Nýja-Sjálandi til viðhalds heimila sinna kom fram að margir þátttakenda fundu til kvíða og streitu í tengslum við viðhald húseigna (Coleman o.fl., 2016). Þó kom einnig fram að umstangið sem tengdist viðgerð- unum leiddi í sumum tilvikum til samskipta við annað fólk og það reyndist jákvætt. Því má taka undir þá tillögu höfunda rannsóknarinnar að eldra fólk njóti aðstoðar hins opinbera, meðal annars fjárhagslegrar, til að viðhalda heimilum sínum. Það getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér þegar umfangsmikil heilbrigðisþjónusta fer fram á heimilum. Heilbrigðisstarfsfólk kemur í vitjanir og stoppar oft stutt vegna kröfu um hröð afköst og slíkt getur leitt til þess að heimilið lík- ist helst brautarstöð (Angus o.fl., 2005). Rannsókn á langvar- andi umönnun deyjandi fólks á eigin heimili, sem gerð var á Englandi, sýndi að í sumum tilvikum leiðir umönnunin til mjög neikvæðra tengsla, sérstaklega aðstandenda, við heimilið (Exley og Allen, 2007). Svipað kom fram í rannsókn á Eng - landi þar sem sumir aðstandenda sem önnuðust einstakling með heilabilun lýstu heimilinu sem heilbrigðisstofnun og að þeir væru í fangelsi (Soilemezi o.fl., 2017). Í ástralskri rann- sókn var fjallað um þær breytingar sem urðu á lífi maka ein- staklinga með heilablóðfall eftir að þeir komu heim að lokinni dvöl á heilbrigðisstofnun. Makarnir voru uppteknir af heimil- isrekstri og endurhæfingu ástvinar síns heima og það leiddi til gríðarlegrar breytingar á lífi þeirra og afstöðu til heimilisins (Karasaki o.fl., 2017). Þeir sem starfa á heimilum fólks átta sig oft á því að þau falla iðulega illa að þörfum heimilismanna. Því vakna oft áleitn- ar spurningar um möguleika til að flytja í annað húsnæði. Í rannsóknum frá Nýja-Sjálandi kom fram að eldra fólk var mjög tengt heimili sínum og nánasta umhverfi (Wiles o.fl., 2017). Misjafnt er hvernig fólk tekst á við það. Sumir telja eðli- legt að breyta um húsnæði ef þörf er á, til dæmis til að vera nálægt þjónustu. Aðrir kjósa að halda áfram að búa á sínu heimili þrátt fyrir óhagræði, telja heimilið nátengt persónu sinni og lýsa með stolti hvernig þeir færu að því að búa í erfiðu húsnæði (Severinsen o.fl., 2016). Lokaorð Í þessari grein hefur verið leitast við að varpa ljósi á þær hug- myndir og hugtök sem móta fræðilega umfjöllun um áhrif þess að heilbrigðisþjónustan fari fram á heimilum fólks. Um- fjöllunin beindist að heimilum eldra fólks og hjúkrunarfræð- ingum sem starfa í heimahjúkrun en getur auðvitað gagnast öðrum starfstéttum. Eins og fram kom í upphafi greinarinnar taldi Florence Nightingale að umhverfið hefði mikil áhrif á á líðan fólks, en hugmyndir hennar mótuðust af heilbrigðishug- myndumum nítjándu aldar (Kristín Björnsdóttir, 2005). Í þess- ari grein var leitað í banka höfunda tuttugustu og tuttugustu og fyrstu aldar til að setja fram endurskoðaðan skilning á heim- ilinu sem umhverfi sem hefur áhrif á líðan fólks. Greindar voru tvær meginhugmyndir sem fjallað var nánar um. Annars vegar var rætt um hugmyndir sem tengjast heimilinu sem efnis - legu umhverfi, manngerðu rými, og hins vegar um merkingu heimilisins fyrir heimilisfólk. Fjallað var um fjölmargar leiðir í hönnun sem hafa verið farnar til að hjálpa fólki til að líða sem best á heimilum sínum kristín björnsdóttir 116 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.