Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 54
haustið eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á akureyri
fyrir þremur árum fór ég til indlands í sjálfboðaliðastarf. Mig hafði lengi dreymt um
að ferðast til indlands, kynnast menningu og þjóð og sinna sjálfboðastarfi þar. Ég
hafði lesið bók sem heitir Shantaram eftir gregory David roberts sem fjallar um
mann sem fer til indlands og sinnir einhvers konar sjálfboðastarfi í fátækrahverfi í
Mumbai. að lesa frásagnirnar af stórkostlegri menningu indlands en líka þeirri
gríðarlegu fátækt sem þar er og heilbrigðisvandanum sem því fylgir, varð til þess að
indland varð fyrir valinu. Mig langaði líka að láta gott af mér leiða í fátæku samfélagi
þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant en meirihluti indversku þjóðarinnar til-
heyrir lágstétt og hefur skertan aðgang að upplýsingum um heilbrigðismál og þjón-
ustu í heilbrigðiskerfinu.
Þetta var kannski ekki mjög dæmigerð útskriftarferð en fyrir mig var þetta
nauðsynlegt ferðalag til að þroskast og kynnast sjálfri mér. Margir telja indland vera
hættulegt fyrir konu að ferðast ein en mér fannst ég þurfa að takast á við þetta verk-
efni ein og það gerði ég. ferðalagið byrjaði á þriggja vikna sjálfboðaliðastarfi í
himachal Pradesh-héraði á norður-indlandi. Því næst fór ég í 7 daga jógaferð til
jóga-höfuðborgar indlands, rishikesh, og að lokum 10 daga lestarferð um Suður-
indland og karnataka. Ég lærði ótrúlega margt af sjálfboðaliðastarfinu, en ekki síður
af jóganu og ferðalaginu um indland. Ég nýti mér reynsluna sem ég öðlaðist þarna
mikið í daglegu lífi, bæði í starfi og einkalífi.
Himachal Pradesh
himachal Pradesh-hérað er á norður-indlandi rétt við himalajafjöllin. 90% íbúa í
himachal Pradesh búa í dreifbýli og þar ríkir mikil fátækt og langt að sækja heil-
brigðisþjónustu. Ég bjó í þorpi sem heitir Palampur og var umhverfið stórkoslegt í
kringum húsið sem ég bjó í, himalajafjöllinn í bakgarðinum og te-akrar umluktu
allt. fínasta aðstaða var í húsinu sem ég bjó í en engin sturta og heitt vatn af skornum
skammti. Ég fór því ekki í sturtu í heilar 3 vikur en fór í svokallað „fötubað“ þar sem
fata er fyllt af vatni og ausa er notuð til að ausa yfir mann vatni. Það að fara ekki í
sturtu í 3 vikur er lífsreynsla fyrir sig og minnir mann á hversu mikil forréttindi það
eru að búa á Íslandi og fá hreint og heitt vatn alla daga. Í Palampur koma ekki margir
ferðamenn og því þótti ég merkileg sjón, bæði í þorpinu þar sem ég bjó og á sjúkra-
húsinu. fólki þótti gaman að því að hitta mig og vildu flestir tala við mig og taka
myndir af mér. Það var ofboðslega skrítin tilfinning að vera frábrugðin öllum öðrum,
en líka gaman að fá að kynnast alls konar fólki og menningu þess. Á meðan á
sjálfboðaliðastarfinu stóð fór ég í indverskt brúðkaup, stundaði jóga, fékk kennslu í
hindí og lærði að elda alls konar indverskan mat.
54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Sjálfboðaliðastarf á Indlandi
Eftir að Eyrún Gísladóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði lét hún gamlan draum rætast að fara
til Indlands til að kynnast menningu og þjóð Indverja, en ekki síður að vinna sem sjálfboðaliði
við hjúkrun. Spítalinn sem hún vann á var ríkisrekinn og þar var mikil fátækt. Rúmin voru
óhrein, áhöld skítug og maurar skriðu á veggjum. En fólkið var brosmilt og hamingjusamt.
Eyrún, sem er reynslunni ríkari eftir dvölina, gefur lesendum innsýn í fjarlægan veruleika og
hvetur hjúkrunarfræðinga sem hafa tök á að fara utan í sjálfboðaliðastarf.
Eyrún Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Ég fór því ekki í sturtu
í heilar 3 vikur en fór í svo-
kallað „fötubað“ þar sem
fata er fyllt af vatni og ausa
er notuð til að ausa yfir
mann vatni. Það að fara
ekki í sturtu í 3 vikur er lífs-
reynsla fyrir sig og minnir
mann á hversu mikil for-
réttindi það eru að búa á
Íslandi og fá hreint og heitt
vatn alla daga.