Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 54
haustið eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá háskólanum á akureyri fyrir þremur árum fór ég til indlands í sjálfboðaliðastarf. Mig hafði lengi dreymt um að ferðast til indlands, kynnast menningu og þjóð og sinna sjálfboðastarfi þar. Ég hafði lesið bók sem heitir Shantaram eftir gregory David roberts sem fjallar um mann sem fer til indlands og sinnir einhvers konar sjálfboðastarfi í fátækrahverfi í Mumbai. að lesa frásagnirnar af stórkostlegri menningu indlands en líka þeirri gríðarlegu fátækt sem þar er og heilbrigðisvandanum sem því fylgir, varð til þess að indland varð fyrir valinu. Mig langaði líka að láta gott af mér leiða í fátæku samfélagi þar sem heilbrigðisþjónustu er ábótavant en meirihluti indversku þjóðarinnar til- heyrir lágstétt og hefur skertan aðgang að upplýsingum um heilbrigðismál og þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu. Þetta var kannski ekki mjög dæmigerð útskriftarferð en fyrir mig var þetta nauðsynlegt ferðalag til að þroskast og kynnast sjálfri mér. Margir telja indland vera hættulegt fyrir konu að ferðast ein en mér fannst ég þurfa að takast á við þetta verk- efni ein og það gerði ég. ferðalagið byrjaði á þriggja vikna sjálfboðaliðastarfi í himachal Pradesh-héraði á norður-indlandi. Því næst fór ég í 7 daga jógaferð til jóga-höfuðborgar indlands, rishikesh, og að lokum 10 daga lestarferð um Suður- indland og karnataka. Ég lærði ótrúlega margt af sjálfboðaliðastarfinu, en ekki síður af jóganu og ferðalaginu um indland. Ég nýti mér reynsluna sem ég öðlaðist þarna mikið í daglegu lífi, bæði í starfi og einkalífi. Himachal Pradesh himachal Pradesh-hérað er á norður-indlandi rétt við himalajafjöllin. 90% íbúa í himachal Pradesh búa í dreifbýli og þar ríkir mikil fátækt og langt að sækja heil- brigðisþjónustu. Ég bjó í þorpi sem heitir Palampur og var umhverfið stórkoslegt í kringum húsið sem ég bjó í, himalajafjöllinn í bakgarðinum og te-akrar umluktu allt. fínasta aðstaða var í húsinu sem ég bjó í en engin sturta og heitt vatn af skornum skammti. Ég fór því ekki í sturtu í heilar 3 vikur en fór í svokallað „fötubað“ þar sem fata er fyllt af vatni og ausa er notuð til að ausa yfir mann vatni. Það að fara ekki í sturtu í 3 vikur er lífsreynsla fyrir sig og minnir mann á hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi og fá hreint og heitt vatn alla daga. Í Palampur koma ekki margir ferðamenn og því þótti ég merkileg sjón, bæði í þorpinu þar sem ég bjó og á sjúkra- húsinu. fólki þótti gaman að því að hitta mig og vildu flestir tala við mig og taka myndir af mér. Það var ofboðslega skrítin tilfinning að vera frábrugðin öllum öðrum, en líka gaman að fá að kynnast alls konar fólki og menningu þess. Á meðan á sjálfboðaliðastarfinu stóð fór ég í indverskt brúðkaup, stundaði jóga, fékk kennslu í hindí og lærði að elda alls konar indverskan mat. 54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Sjálfboðaliðastarf á Indlandi Eftir að Eyrún Gísladóttir útskrifaðist úr hjúkrunarfræði lét hún gamlan draum rætast að fara til Indlands til að kynnast menningu og þjóð Indverja, en ekki síður að vinna sem sjálfboðaliði við hjúkrun. Spítalinn sem hún vann á var ríkisrekinn og þar var mikil fátækt. Rúmin voru óhrein, áhöld skítug og maurar skriðu á veggjum. En fólkið var brosmilt og hamingjusamt. Eyrún, sem er reynslunni ríkari eftir dvölina, gefur lesendum innsýn í fjarlægan veruleika og hvetur hjúkrunarfræðinga sem hafa tök á að fara utan í sjálfboðaliðastarf. Eyrún Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Ég fór því ekki í sturtu í heilar 3 vikur en fór í svo- kallað „fötubað“ þar sem fata er fyllt af vatni og ausa er notuð til að ausa yfir mann vatni. Það að fara ekki í sturtu í 3 vikur er lífs- reynsla fyrir sig og minnir mann á hversu mikil for- réttindi það eru að búa á Íslandi og fá hreint og heitt vatn alla daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.