Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 29
15 hjúkrunarfræðingar vinna við
að svara netspjallinu
Margrét segir að í dag séu 15 hjúkrunarfræðingar í vinnu við að svara netspjallinu
en í þeirri bylgju sem nú er í gangi er aftur búið að virkja þá hjúkrunarfræðinga og
ljósmæður sem vinna á skrifstofunni og það eru núna 25 manns að svara spjallinu.
„Það er erfitt að standa þessa vakt í marga klukkutíma og því höfum við þriggja tíma
vaktir og stundum bara tveggja tíma vaktir,“ segir Margrét, en netspjallið er opið frá
kl. 8 til 22 alla daga.
Spurningarnar sem koma í gegnum netspjallið eru margar og fjölbreyttar, það
þekkir Margrét manna best. „fólk spyr um allt milli himins og jarðar. flestir eru að
spyrja um covid-19 og vilja fá útskýringar á sóttkví og einangrun. Það er algengt að
við vísum á heilsugæsluna en algengast er að almenn ráð dugi við þeim fyrirspurnum
sem við fáum. En ég hef fengið fyrirspurnir um eldamennsku á fiski, viðbrögð við
slysum og óhöppum, frá fólki sem líður illa, finnur til, hefur orðið fyrir ofbeldi, er
með óvær börn og þeim sem vilja vanda sig í uppeldinu, konum sem voru að átta
sig á að þær eru barnshafandi og bara flest það sem við kemur heilsu og lífi fólks,“
segir Margrét að lokum.
Viðtal: Magnús Hlynur Hreiðarsson
157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 29
„En ég hef fengið fyrir-
spurnir um eldamennsku á
fiski, viðbrögð við slysum
og óhöppum, frá fólki sem
líður illa, finnur til, hefur
orðið fyrir ofbeldi, er með
óvær börn og þeim sem
vilja vanda sig í uppeldinu,
konum sem voru að átta sig
á að þær eru barnshafandi
og bara flest það sem við
kemur heilsu og lífi fólks.“
Samkvæmt lögum félagsins er formaður kjörinn í allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Einungis félagsmenn með fulla aðild* eru
kjörgengir í embætti formanns. Kjörtímabil formanns er tvö ár
og skal formaður vera í fullu starfi hjá félaginu.
Frambjóðendur til embættis formanns skulu skila til kjör-
nefndar skriflegu framboði ásamt meðmælendaskrá með
nöfnum a.m.k. 25 félagsmanna.
kjörnefndar á skrifstofu Fíh merkt:
Kjörnefnd Fíh
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Framboðsfrestur er til 31. janúar 2021
Fulla aðild hefur hjúkrunarfræðingur sem sótt hefur um aðild að félaginu, greiðir félagsgjöld samkvæmt ákvörðun
aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir hans hönd.
*
Framboð til formanns Fíh