Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 34
„Bara það að vinna í „covid-19-galla“ er glíma. Við erum klædd í heilslopp, með hár- net, grímu, skjöld og tvö lög af hönskum. að vinna í þessum galla í 2–4 klukku - stundir samfellt er meiri háttar streð og eftir langan vinnudag er maður gjörsamlega búinn á því andlega og líkamlega,“ segir ingibjörg aðspurð um álagið í Orkuhúsinu þar sem sýnatökur fara fram. Yfirumsjón með sýnatökum ingibjörg starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er með starfstöð á Suðurlandsbraut 34 í reykjavík, eða Orkuhúsinu svokallaða, þar sem covid-19-sýnatökur fara fram. hún hefur yfirumsjón og eftirlit með sýnatökum, auk þess að svara netspjalli á heilsuveru.is. fimm hjúkrunarfræðingar eru starfandi í Orkuhúsinu, auk þess starfa 20–30 sérþjálfaðir starfsmenn á hverri vakt frá Öryggis - miðstöðinni. Allt að 4000 sýni á dag „Á Suðurlandsbrautinni tökum við allt að 4000 sýni á hverjum degi. Við tökum sýni úr fólki sem er að losna úr sóttkví, einkennasýnatöku, seinni sýnatöku á landa- mærum og slembiskimun. Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða alveg frá eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldursflokkar eru miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni til þess að bæta okkur þar sem við erum ávallt að reyna að veita sem besta þjónustu. Mikilvægt er fyrir mig og okkur að ferlið sé skilvirkt og gangi hratt fyrir sig. Við viljum veita góða þjónustu og það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt,“ segir ingibjörg. 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 „Við megum vera stolt af okkur sem stétt“ — Viðtal við Ingibjörgu Rós Kjartansdóttur Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða alveg frá eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldurs- flokkar eru miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni til þess að bæta okkur þar sem við erum ávallt að reyna að veita sem besta þjónustu. Ingibjörg Rós Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur. „Álagið er búið að vera gríðarlega mikið síðustu vikur. Ég byrjaði að starfa í Orkuhúsinu 1. sept- ember og fljótlega eftir það byrjaði þriðji faraldurinn,“ segir Ingibjörg Rós Kjartansdóttir sem fór úr háloftunum í covid-gallann í sýnatökur í Orkuhúsinu. „Ég tel mig vera vana að vinna undir miklu álagi og við krefjandi aðstæður. Þessi vinna er frábrugðin þar sem við erum að glíma við faraldur. Ég hefði aldrei ímyndað mér að við myndum ganga í gegnum svona faraldur — þessar aðstæður í heiminum eru ótrúlegar og eiga eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér.“ Við erum að glíma við veiru sem við þekkjum ekki vel og við erum að reyna að gera hlutina eins vel og við getum, segir Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.