Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 34
„Bara það að vinna í „covid-19-galla“ er glíma. Við erum klædd í heilslopp, með hár-
net, grímu, skjöld og tvö lög af hönskum. að vinna í þessum galla í 2–4 klukku -
stundir samfellt er meiri háttar streð og eftir langan vinnudag er maður gjörsamlega
búinn á því andlega og líkamlega,“ segir ingibjörg aðspurð um álagið í Orkuhúsinu
þar sem sýnatökur fara fram.
Yfirumsjón með sýnatökum
ingibjörg starfar sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og
er með starfstöð á Suðurlandsbraut 34 í reykjavík, eða Orkuhúsinu svokallaða, þar
sem covid-19-sýnatökur fara fram. hún hefur yfirumsjón og eftirlit með sýnatökum,
auk þess að svara netspjalli á heilsuveru.is. fimm hjúkrunarfræðingar eru starfandi
í Orkuhúsinu, auk þess starfa 20–30 sérþjálfaðir starfsmenn á hverri vakt frá Öryggis -
miðstöðinni.
Allt að 4000 sýni á dag
„Á Suðurlandsbrautinni tökum við allt að 4000 sýni á hverjum degi. Við tökum sýni
úr fólki sem er að losna úr sóttkví, einkennasýnatöku, seinni sýnatöku á landa-
mærum og slembiskimun. Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða
alveg frá eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldursflokkar eru
miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni til þess að bæta okkur þar
sem við erum ávallt að reyna að veita sem besta þjónustu. Mikilvægt er fyrir mig og
okkur að ferlið sé skilvirkt og gangi hratt fyrir sig. Við viljum veita góða þjónustu og
það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt,“ segir ingibjörg.
34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
„Við megum vera stolt af okkur sem stétt“
— Viðtal við Ingibjörgu Rós Kjartansdóttur
Við höfum verið að taka sýni úr fólki á öllum aldri, eða alveg frá
eins mánaðar börnum og upp í 92 ára gamalt fólk. Þessir aldurs-
flokkar eru miskrefjandi og við erum sífellt að breyta starfseminni
til þess að bæta okkur þar sem við erum ávallt að reyna að veita
sem besta þjónustu.
Ingibjörg Rós Kjartansdóttir
hjúkrunarfræðingur.
„Álagið er búið að vera gríðarlega mikið síðustu vikur. Ég byrjaði að starfa í Orkuhúsinu 1. sept-
ember og fljótlega eftir það byrjaði þriðji faraldurinn,“ segir Ingibjörg Rós Kjartansdóttir sem
fór úr háloftunum í covid-gallann í sýnatökur í Orkuhúsinu. „Ég tel mig vera vana að vinna
undir miklu álagi og við krefjandi aðstæður. Þessi vinna er frábrugðin þar sem við erum að
glíma við faraldur. Ég hefði aldrei ímyndað mér að við myndum ganga í gegnum svona faraldur
— þessar aðstæður í heiminum eru ótrúlegar og eiga eftir að hafa miklar afleiðingar í för með
sér.“ Við erum að glíma við veiru sem við þekkjum ekki vel og við erum að reyna að gera hlutina
eins vel og við getum, segir Ingibjörg.