Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 79
Ekki-hreyfieinkenni eru fjölmörg og geta komið fram snemma í sjúkdómsferlinu og sum þeirra löngu áður en hreyfiein- kennin koma fram. Þess háttar einkenni koma til dæmis frá skynfærum, sjálfvirka taugakerfinu, svefntruflanir og stundum verða vitsmunalegar og hegðunarlegar breytingar. Ekki-hreyfi- einkenni eru mjög hamlandi og einstaklingar með PV hafa oft greint frá því að þau valdi meiri skerðingu á lífsgæðum heldur en hreyfieinkennin (Birchall o.fl., 2017; Cury o.fl., 2014). Helstu ekki-hreyfieinkenni koma fram í töflu 2. PV er ólæknandi sjúkdómur og er meðferðin því einkenna - meðferð sem byggist aðallega á því að bæta upp dópamín- skortinn með lyfjum. Lyfjameðferðin verður flóknari eftir því sem sjúkdómurinn ágerist og með tímanum myndast oft miklar sveiflur í hreyfigetu sjúklingsins. Sum einkenni svara illa lyfjameðferðinni þrátt fyrir tíðar lyfjagjafir. Einnig geta aukaverkanir lyfjanna, s.s. ofhreyfingar, ofskynjanir og rétt - stöðulágþrýstingur, haft neikvæð áhrif á líkamlega og félags- lega virkni (Hartmann o.fl., 2019). Þegar sjúklingur er kominn á það stig að hann er farinn að taka lyfin fimm sinum á dag eða oftar og hreyfigeta orðin mjög óstöðug, þá er hugsanlega horft til sérhæfðari meðferðar. Þær eru djúpkjarna-rafskauts - örvun (e. deep brain stimulation), dælumeðferð í gegnum ás- görn (e. jejunum) með levódópa/karbídópa (Duodopa) eða apómorfíngjafir undir húð. Í næsta undirkafla verður rætt um djúpkjarna-rafskautsörvun sem er eitt af árangursríkustu meðferðarúrræðunum á seinni stigum PV til að draga úr hreyfieinkennum og bæta líkamlega líðan (Haahr o.fl., 2010; Hariz o.fl., 2016; Hartmann o.fl., 2019). Byrjað var að framkvæma djúpkjarna-rafskautsörvun á Íslendingum með PV árið 1998 en vegna skorts á tauga- læknum til að meta sjúklinga fyrir aðgerðina og veita flókna, sérhæfða eftirmeðferð voru slíkar aðgerðir ekki framkvæmdar í um 5 ár. Eftir að tveir nýir taugalæknar með þetta sérsvið hófu störf á Landspítalanum hófust slíkar aðgerðir að nýju árið 2019. Síðan þá hafa þrír einstaklingar með PV fengið djúp- kjarna-rafskautsörvun og er mjög líklegt að slík meðferð muni aukast á komandi árum. Hvað er djúpkjarna-rafskautsörvun? Þegar aðgerðin fer fram eru gerðar borholur á höfuðkúpuna og ör-rafskautum (e. microelectrodes) komið fyrir í djúp- kjörnum heilans, ýmist í svæfingu eða slævingu. Rafskautin af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum? tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 79 Tafla 1. Helstu hreyfieinkenni í parkinsonveiki Hreyfieinkenni Skjálfti Stirðleiki Hægar hreyfingar/hreyfitregða Óstöðugleiki Framsveigð líkamsstaða Minnkuð svipbrigði Lág rödd Tilhneiging til að frjósa Erfiðleikar við að hefja og samhæfa hreyfingar Tipl Tafla 2 Helstu ekki-hreyfieinkenni í parkinsonveiki Taugasálfræðileg Svefntruflanir Einkenni frá Truflanir á sjálfvirka Einkenni frá einkenni og þreyta skynfærum taugakerfinu meltingarfærum Þunglyndi/depurð Truflaður draumsvefn Skert bragð- og lyktarskyn Ofvirk þvagblaðra/tíð Munnvatnsleki (e. REM behavior disorder) þvaglát Kvíði Óhófleg dagsyfja Sjóntruflanir Þvagleki Kyngingartruflun Framtaksleysi Skyndisvefn (e. sleep attacks) Verkir Næturþvaglát Hægðatregða Ofskynjanir Fótaóeirð Minnkuð kynhvöt og Ógleði ristruflanir Ranghugmyndir Svefntruflanir Mikil svitamyndun Uppköst (e. hyperhidrosis) Óráð Réttstöðulágþrýstingur Bakflæði Vitræn skerðing Hjartsláttartruflanir Hægðaleki Ofsahræðsla Seinkuð magatæming Einbeitingarskerðing Geðrof Hvatvísi/fíknihegðun (Schapira o.fl., 2017; Marianne E. Klinke o.fl., 2018) Byrjað var að framkvæma djúpkjarna-rafskauts- örvun á Íslendingum með PV árið 1998 en vegna skorts á taugalæknum til að meta sjúklinga fyrir aðgerðina og veita flókna, sérhæfða eftir- meðferð voru slíkar aðgerðir ekki framkvæmdar í um 5 ár. Eftir að tveir nýir tauga læknar með þetta sérsvið hófu störf á Landspítalanum hóf- ust slíkar aðgerðir að nýju árið 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.