Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 28
Vefurinn er rekinn af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis. Margrét sagði okkur frá vefnum og hvernig hann hefur þróast í gegnum árin, og ekki síst hversu miklu máli hann skiptir fyrir fólk í dag. „já, heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. inni á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Markmið síðunnar er að koma á framfæri við almenning áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Við viljum vera til staðar fyrir fólk með réttar og öruggar upplýsingar,“ segir Margrét og tekur um leið fram að vefurinn sé fjórskiptur. „já, með því á ég við að það eru mínar síður þar sem þarf að nota rafræn skilríki, í öðru lagi er það þekkingarvefurinn þar sem fólk getur lesið sér til um fjölmargt sem við kemur heilsu, í þriðja lagi er þjónustuvefsjá þar sem fólk getur fundið næstu heilsu- gæslu eða bráðaþjónustu og fjórði þátturinn er svo netspjallið sem er opið frá 8 til 22 alla daga.“ Netspjallið varla til fyrir covid hjúkrunarfræðingar svara og leiðbeina fólki um heilbrigðiskerfið og gefa almenn ráð á netspjallinu. Margrét segir að vefurinn, og ekki síst netspjallið, hafi sprungið út eftir að covid-19 bankaði upp á. „já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi verið til áður en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir jólin 2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat. Meðalfjöldi samtala árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12 í 1070 á dag. Það segir sig sjálft að ég átti ekki séns í þetta. Ég fór til framkvæmda- stjóra hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (hh) einn daginn og spurði: „Eigum að loka þessu netspjalli eða reyna að manna það?“ Það var tekin ákvörðun á núll einni að manna það til að anna eftirspurn og fengu allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem vinna á skrifstofu hh og á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu skyndikúrs og var svo hent í djúpu laugina, segir Margrét. 28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is Heilsuvera.is er sá vefur sem flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja og ekki síður netspjallið á síðunni sem hefur slegið öll met í fjölda heimsókna í kjölfar covid-19. Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur stýrir Heilsuveru af miklum myndarskap og hefur byggt upp netspjallið sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki í dag. „Já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi verið til áður en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir jólin 2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat. Meðalfjöldi samtala árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12 í 1070 á dag.“ Margrét Héðinsdóttir hjúkrunar- fræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.