Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 28
Vefurinn er rekinn af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis.
Margrét sagði okkur frá vefnum og hvernig hann hefur þróast í gegnum árin, og ekki
síst hversu miklu máli hann skiptir fyrir fólk í dag.
„já, heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. inni á
mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Markmið síðunnar er
að koma á framfæri við almenning áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og
áhrifaþætti heilbrigðis. Við viljum vera til staðar fyrir fólk með réttar og öruggar
upplýsingar,“ segir Margrét og tekur um leið fram að vefurinn sé fjórskiptur. „já,
með því á ég við að það eru mínar síður þar sem þarf að nota rafræn skilríki, í öðru
lagi er það þekkingarvefurinn þar sem fólk getur lesið sér til um fjölmargt sem við
kemur heilsu, í þriðja lagi er þjónustuvefsjá þar sem fólk getur fundið næstu heilsu-
gæslu eða bráðaþjónustu og fjórði þátturinn er svo netspjallið sem er opið frá 8 til
22 alla daga.“
Netspjallið varla til fyrir covid
hjúkrunarfræðingar svara og leiðbeina fólki um heilbrigðiskerfið og gefa almenn
ráð á netspjallinu. Margrét segir að vefurinn, og ekki síst netspjallið, hafi sprungið
út eftir að covid-19 bankaði upp á. „já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi
verið til áður en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir jólin
2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat. Meðalfjöldi samtala
árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12
í 1070 á dag. Það segir sig sjálft að ég átti ekki séns í þetta. Ég fór til framkvæmda-
stjóra hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (hh) einn daginn og spurði:
„Eigum að loka þessu netspjalli eða reyna að manna það?“ Það var tekin ákvörðun
á núll einni að manna það til að anna eftirspurn og fengu allir hjúkrunarfræðingar
og ljósmæður sem vinna á skrifstofu hh og á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu-
gæslu skyndikúrs og var svo hent í djúpu laugina, segir Margrét.
28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
157 þúsund flettingar á viku á heilsuvera.is
Heilsuvera.is er sá vefur sem flestir ef ekki allir Íslendingar þekkja og ekki síður netspjallið á
síðunni sem hefur slegið öll met í fjölda heimsókna í kjölfar covid-19. Margrét Héðinsdóttir
hjúkrunarfræðingur stýrir Heilsuveru af miklum myndarskap og hefur byggt upp netspjallið
sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki í dag.
„Já, það er varla hægt að segja að netspjallið hafi verið til áður
en covid bauð sér í heimsókn. Við opnuðum netspjallið rétt fyrir
jólin 2018 en þá svaraði ég ein og var bara með opið þegar ég gat.
Meðalfjöldi samtala árið 2018 var 12 samtöl á dag. Svo kom covid
og á 2 vikum fór spjallið úr þessum 12 í 1070 á dag.“
Margrét Héðinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur.