Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 108

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 108
dómum. Allir þátttakendur töldu að til þess að vera stjórnandi þyrfti að vera með breitt bak og læra að taka gagnrýni ekki inn á sig. Flestir fundu að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðar- deildarstjóra. Lilja nefndi dæmi: Það skrítnasta sem ég lenti í var að ég var að labba upp stiga og það voru tvær sem hneigðu sig fyrir mér [hæðnis- lega] og ávörpuðu mig með titlinum. Þetta kom mér svo á óvart … ég upplifði aldrei að ég væri komin í æðri stöðu heldur bara í annars konar stöðu. Samræmi milli einkalífs og vinnu: „Vil vera að gengi leg en þetta er líka truflun“ Flestir þátttakendur lýstu erfiðleikum með að samræma einka- líf og vinnu, hvort sem það voru óbein áhrif vinnunnar á heim- ilislífið eða að vera með hugann við vinnuna heima og jafnvel taka vinnuna með sér heim vegna þess að þeir höfðu ekki tíma til að ljúka fjölmörgum verkefnum sínum á vinnutíma. Þetta aukna álag þýddi að þátttendur þurftu að koma sér upp góðum bjargráðum. Þáttum þessa meginþema var skipt í eftirfarandi þrjú undirþemu: aukið aðgengi, álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna, og bjargráð. Aukið aðgengi Flestum þótti aukið aðgengi óþægilegt og vildu að línan milli einkalífs og vinnu væri skýrari. Að vera ungur stjórnandi gerir þessa línu oft óskýrari en ella þar sem vilji til að vera aðgengi- legur starfsfólki er mikill. Sara sagði frá því að henni þætti gott að vera aðgengileg starfsfólki deildarinnar og fyndist ákveðin viðurkenning felast í því að fólk gæti og vildi leita til hennar. Samfélagsmiðlar höfðu einnig jákvæð áhrif í upplýsingagjöf og í samskiptum við samstarfsfólk en með aukinni tækni - væðingu hefur aðgengi að stjórnendum aukist og auðveldara er að senda skilaboð í gegnum samfélagsmiðla öllum stundum. Álag vegna vaktavinnu og óunninna verkefna Margir þátttakendur voru með hugann við vinnuna heima og var það þá oftast tengt óunnum verkefnum. Guðrún nefndi mikinn tímaskort sem yrði til þess að hún þyrfti að sinna verk- efnum heima. Hún var tilbúin til þess að leggja mikið af mörkum til þess að ná langt í starfi, en var farin að finna fyrir neikvæðum áhrifum þess að vinna mikið heima til viðbótar við fullt starf á sinni deild. Þóra vann hluta af vinnuskyldu sinni heima og fannst sveigjanleikinn að mörgu leyti góður. Aftur á móti væri hún til í að hafa meira svigrúm á deildinni til þess að sinna þessum verkefnum. Skilin milli vinnu og einkalífs urðu með þessu óljós. Að ná því að sleppa tökum á vinnunni þegar heim var komið minnkaði álagið og jók jafn- vægi milli einkalífs og vinnu. Þeir sem voru í dagvinnu lýstu mikilli breytingu varðandi fjölskyldulífið: auðveldara var að samræma einkalíf og vinnu og meiri tími gafst með börnum og maka. Aftur á móti fannst þátttakendum ekki allt jákvætt við þá breytingu þar sem eigin tími minnkaði og erfiðara var að búa til rými fyrir frí með því að þjappa vöktum, til viðbótar við launalækkun. Bjargráð Nær allir þátttakendur lýstu bjargráðum, eins og jóga, slökun og ýmiss konar hreyfingu, sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi verkefni, álag og hefur styrkt þeirra eigin heilsu. Einnig að setja mörk varðandi vinnu heima, loka á tilkynningar og sleppa því að kíkja á vinnupóstinn á kvöldin og um helgar. Sumir höfðu einnig fengið stuðning frá sérhæfðum teymum eða markþjálfa til að hjálpa sér við að setja þessi mörk. Umræður Ungu hjúkrunarfræðingunum fannst þeir búa yfir persónu- eiginleikum sem hjálpuðu þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk en samt var um helmingur þeirra kominn með heilsutengda kvilla, eins og kvíða, of háan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags. Þeir vilja takast á við krefjandi verkefni eins og stjórnunarstöðu og vilja gera það vel og það kemur heim og saman við rannsóknarniðurstöður Haaland og félaga (2019). Þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir starfið sem niðurstöðurnar sýna því miður að hefur tekið sinn toll af heilsu þeirra. Má segja að þeir séu farnir að fórna eigin heilsu fyrir starf sitt. Í fyrri rannsóknum hefur komið fram að reynslumeiri hjúkrunarfræðingar vilja síður taka að sér stjórn- unarstöður (Al Sabei o.fl., 2019). Athyglisvert er að skoða nánar af hverju svo er. Getur verið að það sé einmitt vegna þess að reynslan hefur sýnt þeim hvað er fólgið í starfi stjórnandans og að það sé ekki þess virði að taka við slíkri stöðu? Því fæst ekki svarað hér og nú, en vert væri að rannsaka það nánar. Stöðug framþróun innan heilbrigðisvísinda og hækkandi aldur landans eykur þær kröfur sem gerðar eru til heilbrigðis- starfsfólks og eykur vinnuálag þeirra. Ungir hjúkrunarfræð- ingar eru vel til þess fallnir að takast á við kröfur (Al Sabei o.fl., 2019), en passa þarf upp á að þeir fari ekki fram úr sér. Hlut- verk aðstoðardeildarstjóra er greinilega álagsmikið og starfs - lýsing þarf því að vera hnitmiðuð og skýr. Niðurstöður þess - ar ar rannsóknar sýna að aðstoðardeildarstjórarnir vissu ekki hver hlutverk þeirra voru og til hvers var ætlast af þeim. Þetta skapar mikla óvissu fyrir einstaklinginn sjálfan en einnig fyrir samstarfsmenn og viðkomandi stofnun. Það sást vel meðal þátttakenda að þeir horfðu jákvæðum augum á stjórnunarstarfið í heild sinni og sáu það sem mikið tækifæri fyrir faglegan og persónulegan þroska. Þeir sáu kosti sína en stuðningur skipti þá miklu máli, og er það í takt við niðurstöður annarra rannsókna (Baker Rosa og Hastings, 2018; Sherman o.fl., 2015). Mikilvægt er að átta sig á mun kynslóðanna til að koma til móts við þarfir þeirra. Á sama tíma er þó mikilvægt að einangra ekki kynslóðirnar heldur tengja þær saman (Stevanin o.fl., 2020). Mikið hefur verið rætt um mönnunarvanda innan heil- brigðiskerfisins og komu þátttakendur einnig inn á hann. sandra sif gunnarsdóttir og sigríður halldórsdóttir 108 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.