Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 82
o.fl., 2012). Kenningar eru um að þunglyndi geti aukist ef
dregið er of hratt úr lyfjagjöf og geti verið hættulegt samhliða
hvatvísi (Abbes o.fl., 2018; Lhommée o.fl., 2012). Til að mynda
getur hvatvíst fólk með þunglyndi tekið skyndiákvörðun um
að svipta sig lífi (Abbes o.fl., 2018; Birchall o.fl., 2017).
Hlutverk hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar á göngudeild taugasjúkdóma sem hafa
sérþekkingu á PV sinna eftirliti með einstaklingum sem fá
meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun. Þeir eru helstu tengi -
liðir sjúklinganna innan heilbrigðiskerfisins og vinna náið með
taugalæknum við að stilla inn rafstraum og lyf og leggja reglu-
lega mat á hreyfieinkenni og ekki-hreyfieinkenni. Vegna þess
að djúpkjarna-rafskautsörvun getur haft áhrif á kvíða, þung-
lyndi og hvataröskun sést að þörf er fyrir faglega þátttöku
hjúkrunarfræðinga bæði fyrir aðgerðina og í langtímaeftir-
fylgd. Eins og staðan er í dag eru ekki til ítarlegar hjúkrunar-
leiðbeiningar varðandi það hvernig slíkri eftirfylgd skuli
háttað. Á dagskrá er að búa til verklag varðandi slíkt eftirlit og
hér koma nokkur atriði sem hafa þarf í huga:
• Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingur hringi í sjúklinginn
og hitti hann reglubundið til að fylgjast með líðan hans. Á
aðlögunartímabilinu, þegar verið er að stilla saman raf-
straum og lyfjameðferð, er þörf á þéttri eftirfylgd. Það
tímabil reynist einstaklingum með PV og aðstandendum
þeirra sérstaklega erfitt.
• Fara ætti varlega í að minnka lyfjaskammta of ört og mikið
til að forðast fráhvarfseinkenni og þá vanlíðan sem því
getur fylgt. Jafnvel þó hjúkrunarfræðingar stjórni ekki lyfja -
meðferðinni hafa þeir tækifæri til að fylgjast með þróun
einkenna vegna tíðra og mikilla samskipta við sjúklingana
og aðstandendur þeirra. Vakni grunur um að vanlíðan
tengist lækkun á lyfjaskömmtum geta hjúkrunar fræð -
ingar auðveldlega haft samband við taugasér fræð ing sem
starfar á sömu einingu.
• Mikilvægt er að nota mælitæki sem búið er að áreiðan-
leikaprófa hjá PV-sjúklingum til þess að meta kvíða, þung-
lyndi og hvataröskun. Einnig ber sérstaklega að leggja mat
á sjálfsvígshegðun hjá þeim sem sýna einkenni um þung-
lyndi. Áætlað er að nota „Geriatric Depression Scale“
(GDS) til að skima eftir þunglyndi. Ef sjúklingur er þung-
lyndur verður mat á sjálfsvígshættu framkvæmt skv. klín-
ískum leiðbeiningum Landspítala sem nefnast „Sjúklingar
hættulegir sjálfum sér eða öðrum“ (Magnús Haraldsson
og Hjalti Már Björnsson, 2017). Fyrirhugað er að þýða
og staðfæra „Questionnaire for Impulsive-Compulsive
Disorders in Parkinson’s Disease“ (QUIP) til að meta
hvataröskun. Kvíði verður áfram metinn sem hluti af
„Non-Motor Symptoms Questionnaire“ út frá huglægu
sjálfsmati sjúklings.
• Nauðsynlegt er að afla upplýsinga frá umönnunaraðilum
eða aðstandendum þar sem sjúklingurinn gerir sér ekki
alltaf grein fyrir einkennunum eða tjáir sig ekki um þau,
m.a. vegna innsæisleysis og fíknihegðunar.
• Mikilvægt er að upplýsa einstaklinga með PV og aðstand-
endur þeirra um þyngdaraukningu sem hugsanlega auka-
verkun með ferðarinnar vegna áráttuáts. Við áráttuát þyng -
ist sjúklingur vegna aukins hvata til að borða mikið og
neyta hitaeiningaríkrar fæðu (Aiello o.fl., 2017; Zahodne
o.fl., 2011). Ef fer að bera á þyngdaraukningu gæti þurft
að grípa inn í með breytingum á lífsstíl og matar æði.
Á Landspítalanum njóta einstaklingar með PV sem farið hafa
í rafskautaaðgerð þjónustu frá þverfaglegu parkinsonteymi.
Þar vinna hjúkrunarfræðingar og læknar náið með félagsráð -
gjafa, sálfræðingi, næringarfræðingi og öðrum fagstéttum sem
eru mikilvægar við meðhöndlun kvíða, þunglyndis og hvata -
röskunar. Mikilvægt er að hafa aðgengilegt fræðsluefni um
þessi einkenni. Til er fræðslubæklingur með góðum ráðum til
að draga úr kvíða og þunglyndi og í vinnslu er fræðslubækl-
ingur um hvataröskun.
Lokaorð
Umfjöllunin um kvíða, þunglyndi og hvataröskun sýnir hvernig
slík einkenni geta haft víðtæk áhrif á líðan sjúklinga. Segja má
að þjónusta við einstaklinga með PV standi á ákveðnum tíma-
mótum þar sem farið er að bjóða á ný upp á djúpkjarna-raf-
skautsörvun eftir margra ára hlé. Fáir hafa farið í aðgerð frá
því að byrjað var aftur að bjóða þessa meðferð, og verklag við
eftirfylgd enn þá á byrjunarreit. Mikil þörf er á að hafa gagn-
reynda og markvissa eftirfylgd með kvíða, þunglyndi og hvata -
röskun. Hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í PV eru í góðri
aðstöðu til að fylgjast með þessum einkennum. Með því að
koma snemma auga á einkennin og auðvelda aðgengi að heil-
brigðisþjónustu er hægt að fyrirbyggja marga fylgikvilla. Þannig
er hægt að auka lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir
djúpkjarna-rafskautsörvun.
Heimildir
Abbes, M., Lhommée, E., Thobois, S., Klinger, H., Schmitt, E., Bichon, A., …
Krack, P. (2018). Subthalamic stimulation and neuropsychiatric symp-
toms in Parkinson’s disease: Results from a long-term follow-up cohort
study. Journal of Neurology, Neurosurgery, and Psychiatry, 89(8), 836–843.
doi:10.1136/jnnp-2017-316373
Aiello, M., Eleopra, R., Foroni, F., Rinaldo, S. og Rumiati, R. I. (2017). Weight
gain after STN-DBS: The role of reward sensitivity and impulsivity. Cor-
tex, 92, 150–161. doi:10.1016/j.cortex.2017.04.005
Antosik-Wojcinska, A., Swiecicki, L., Dominiak, M., Soltan, E., Bienkowski,
P. og Mandat, T. (2017). Impact of STN-DBS on mood, drive, anhedonia
and risk of psychiatric side-effects in the population of PD patients. Journal
of the Neurological Sciences, 375, 342–347. doi:10.1016/j.jns.2017.02.020
Aviles-Olmos, I., Kefalopoulou, Z., Tripoliti, E., Candelario, J., Akram, H.,
Martinez-Torres, I., … Zrinzo, L. (2014). Long-term outcome of sub -
thalamic nucleus deep brain stimulation for Parkinson’s disease using an
MRI-guided and MRI-verified approach. Journal of Neurology, Neurosur-
gery, and Psychiatry, 85(12), 1419–1425. doi:10.1136/jnnp-2013-306907
Birchall, E. L., Walker, H. C., Cutter, G., Guthrie, S., Joop, A., Memon, R. A.,
… Amara, A. W. (2017). The effect of unilateral subthalamic nucleus deep
brain stimulation on depression in Parkinson’s disease. Brain Stimulation,
10(3), 651–656. doi:10.1016/j.brs.2016.12.014
Constantinescu, R., Eriksson, B., Jansson, Y., Johnels, B., Holmberg, B., Gud-
snædís jónsdóttir, jónína h. hafliðadóttir og marianne e. klinke
82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020