Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 82
o.fl., 2012). Kenningar eru um að þunglyndi geti aukist ef dregið er of hratt úr lyfjagjöf og geti verið hættulegt samhliða hvatvísi (Abbes o.fl., 2018; Lhommée o.fl., 2012). Til að mynda getur hvatvíst fólk með þunglyndi tekið skyndiákvörðun um að svipta sig lífi (Abbes o.fl., 2018; Birchall o.fl., 2017). Hlutverk hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar á göngudeild taugasjúkdóma sem hafa sérþekkingu á PV sinna eftirliti með einstaklingum sem fá meðferð með djúpkjarna-rafskautsörvun. Þeir eru helstu tengi - liðir sjúklinganna innan heilbrigðiskerfisins og vinna náið með taugalæknum við að stilla inn rafstraum og lyf og leggja reglu- lega mat á hreyfieinkenni og ekki-hreyfieinkenni. Vegna þess að djúpkjarna-rafskautsörvun getur haft áhrif á kvíða, þung- lyndi og hvataröskun sést að þörf er fyrir faglega þátttöku hjúkrunarfræðinga bæði fyrir aðgerðina og í langtímaeftir- fylgd. Eins og staðan er í dag eru ekki til ítarlegar hjúkrunar- leiðbeiningar varðandi það hvernig slíkri eftirfylgd skuli háttað. Á dagskrá er að búa til verklag varðandi slíkt eftirlit og hér koma nokkur atriði sem hafa þarf í huga: • Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingur hringi í sjúklinginn og hitti hann reglubundið til að fylgjast með líðan hans. Á aðlögunartímabilinu, þegar verið er að stilla saman raf- straum og lyfjameðferð, er þörf á þéttri eftirfylgd. Það tímabil reynist einstaklingum með PV og aðstandendum þeirra sérstaklega erfitt. • Fara ætti varlega í að minnka lyfjaskammta of ört og mikið til að forðast fráhvarfseinkenni og þá vanlíðan sem því getur fylgt. Jafnvel þó hjúkrunarfræðingar stjórni ekki lyfja - meðferðinni hafa þeir tækifæri til að fylgjast með þróun einkenna vegna tíðra og mikilla samskipta við sjúklingana og aðstandendur þeirra. Vakni grunur um að vanlíðan tengist lækkun á lyfjaskömmtum geta hjúkrunar fræð - ingar auðveldlega haft samband við taugasér fræð ing sem starfar á sömu einingu. • Mikilvægt er að nota mælitæki sem búið er að áreiðan- leikaprófa hjá PV-sjúklingum til þess að meta kvíða, þung- lyndi og hvataröskun. Einnig ber sérstaklega að leggja mat á sjálfsvígshegðun hjá þeim sem sýna einkenni um þung- lyndi. Áætlað er að nota „Geriatric Depression Scale“ (GDS) til að skima eftir þunglyndi. Ef sjúklingur er þung- lyndur verður mat á sjálfsvígshættu framkvæmt skv. klín- ískum leiðbeiningum Landspítala sem nefnast „Sjúklingar hættulegir sjálfum sér eða öðrum“ (Magnús Haraldsson og Hjalti Már Björnsson, 2017). Fyrirhugað er að þýða og staðfæra „Questionnaire for Impulsive-Compulsive Disorders in Parkinson’s Disease“ (QUIP) til að meta hvataröskun. Kvíði verður áfram metinn sem hluti af „Non-Motor Symptoms Questionnaire“ út frá huglægu sjálfsmati sjúklings. • Nauðsynlegt er að afla upplýsinga frá umönnunaraðilum eða aðstandendum þar sem sjúklingurinn gerir sér ekki alltaf grein fyrir einkennunum eða tjáir sig ekki um þau, m.a. vegna innsæisleysis og fíknihegðunar. • Mikilvægt er að upplýsa einstaklinga með PV og aðstand- endur þeirra um þyngdaraukningu sem hugsanlega auka- verkun með ferðarinnar vegna áráttuáts. Við áráttuát þyng - ist sjúklingur vegna aukins hvata til að borða mikið og neyta hitaeiningaríkrar fæðu (Aiello o.fl., 2017; Zahodne o.fl., 2011). Ef fer að bera á þyngdaraukningu gæti þurft að grípa inn í með breytingum á lífsstíl og matar æði. Á Landspítalanum njóta einstaklingar með PV sem farið hafa í rafskautaaðgerð þjónustu frá þverfaglegu parkinsonteymi. Þar vinna hjúkrunarfræðingar og læknar náið með félagsráð - gjafa, sálfræðingi, næringarfræðingi og öðrum fagstéttum sem eru mikilvægar við meðhöndlun kvíða, þunglyndis og hvata - röskunar. Mikilvægt er að hafa aðgengilegt fræðsluefni um þessi einkenni. Til er fræðslubæklingur með góðum ráðum til að draga úr kvíða og þunglyndi og í vinnslu er fræðslubækl- ingur um hvataröskun. Lokaorð Umfjöllunin um kvíða, þunglyndi og hvataröskun sýnir hvernig slík einkenni geta haft víðtæk áhrif á líðan sjúklinga. Segja má að þjónusta við einstaklinga með PV standi á ákveðnum tíma- mótum þar sem farið er að bjóða á ný upp á djúpkjarna-raf- skautsörvun eftir margra ára hlé. Fáir hafa farið í aðgerð frá því að byrjað var aftur að bjóða þessa meðferð, og verklag við eftirfylgd enn þá á byrjunarreit. Mikil þörf er á að hafa gagn- reynda og markvissa eftirfylgd með kvíða, þunglyndi og hvata - röskun. Hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í PV eru í góðri aðstöðu til að fylgjast með þessum einkennum. Með því að koma snemma auga á einkennin og auðvelda aðgengi að heil- brigðisþjónustu er hægt að fyrirbyggja marga fylgikvilla. Þannig er hægt að auka lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir djúpkjarna-rafskautsörvun. Heimildir Abbes, M., Lhommée, E., Thobois, S., Klinger, H., Schmitt, E., Bichon, A., … Krack, P. (2018). Subthalamic stimulation and neuropsychiatric symp- toms in Parkinson’s disease: Results from a long-term follow-up cohort study. Journal of Neurology, Neurosurgery, and Psychiatry, 89(8), 836–843. doi:10.1136/jnnp-2017-316373 Aiello, M., Eleopra, R., Foroni, F., Rinaldo, S. og Rumiati, R. I. (2017). Weight gain after STN-DBS: The role of reward sensitivity and impulsivity. Cor- tex, 92, 150–161. doi:10.1016/j.cortex.2017.04.005 Antosik-Wojcinska, A., Swiecicki, L., Dominiak, M., Soltan, E., Bienkowski, P. og Mandat, T. (2017). Impact of STN-DBS on mood, drive, anhedonia and risk of psychiatric side-effects in the population of PD patients. Journal of the Neurological Sciences, 375, 342–347. doi:10.1016/j.jns.2017.02.020 Aviles-Olmos, I., Kefalopoulou, Z., Tripoliti, E., Candelario, J., Akram, H., Martinez-Torres, I., … Zrinzo, L. (2014). Long-term outcome of sub - thalamic nucleus deep brain stimulation for Parkinson’s disease using an MRI-guided and MRI-verified approach. Journal of Neurology, Neurosur- gery, and Psychiatry, 85(12), 1419–1425. doi:10.1136/jnnp-2013-306907 Birchall, E. L., Walker, H. C., Cutter, G., Guthrie, S., Joop, A., Memon, R. A., … Amara, A. W. (2017). The effect of unilateral subthalamic nucleus deep brain stimulation on depression in Parkinson’s disease. Brain Stimulation, 10(3), 651–656. doi:10.1016/j.brs.2016.12.014 Constantinescu, R., Eriksson, B., Jansson, Y., Johnels, B., Holmberg, B., Gud- snædís jónsdóttir, jónína h. hafliðadóttir og marianne e. klinke 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.