Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 66
að verða fyrir frumudauða. Það er því lykilatriði að viðhalda og auka blóðflæði til jaðarsvæðisins til þess að koma í veg fyrir frekari stækkun á drepsvæðinu. Því fyrr sem gripið er inn í þegar blóðsegi er til staðar, því minni líkur eru á heilaskemmdum og þar af leiðandi betri batahorfur fyrir sjúklinginn (Leigh o.fl., 2018). Sjá mynd 1 af drepkjarna og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann. Mynd 1. Drepkjarni og jaðarsvæði í kringum drepkjarnann Vegna þess hversu hratt heilafrumur deyja í byrjun heilaslags er o talað um að „tímatap sé heilatap“. Til þess að gera sér betur grein fyrir skaðanum má nefna að við dæmigerða heilablóðþurrð í stórri slagæð (a. media cerebri) verða eirfarandi breytingar að jafnaði á hverri klukkustund: • 120 milljón taugafrumur deyja • 830 milljónir boðskipta við taugamót taugafrumna munu ekki eiga sér stað • 714 km tap af hvítu efni sem umlykur taugasíma taugafrumnanna • Heilinn eldist um 3,6 ár Ef þetta er reiknað út frá einni sekúndu deyja 32.000 taugafrumur og heilinn eldist um 8,7 klukkustundir. Þetta sýnir að hver einasta sekúnda skiptir máli í bráða - meðferð sjúklinga með heilablóðþurrð. Geta má að þetta er eingöngu lýsandi dæmi en það er mismunandi eir sjúklingum hversu öflugt aðlægt blóðflæði er í kringum drepið og hversu hratt drepsvæðið stækkar (Jung o.fl., 2017; Saver, 2006). Bráðameðferð eftir heilaslag Undanfarna þrjá áratugi hefur verið allað um mikilvægi markvissra viðbragða þegar einstaklingur fær heilaslag (Dennis og Langhorne, 1994; Teasell o.fl., 2016). Miklar framfarir hafa orðið í læknismeðferð og hafa þær fengið meiri athygli heldur en mikilvægi góðs klínísks eirlits og hjúkrunarmeðferðar. Vitað er að bæði læknis - meðferð og hjúkrunarmeðferð skiptir miklu máli fyrir batahorfur sjúklinga (Miller o.fl., 2010; Williams o.fl., 2020). Hjúkrunarfræðingar bera o ábyrgð á að samhæfa meðferð sjúklings. Vel skipulagt ferli sjúklings eir heilaslag leiðir til bættrar heilsu og sjálfsbjargargetu og fækkar legudögum á sjúkrahúsi. Auk þess verður kostnaður minni (Langhorne og Ramachandra, 2020). Fyrstu þrjá sólarhringana eir heilaslag vinna hjúkrunarfræðingar og annað heil- brigðisstarfsfólk markvisst að tveimur meginmarkmiðum: (1) að koma í veg fyrir frekari heilaskaða og (2) að hindra fylgikvilla heilaslags (Chapman o.fl., 2019; Denny marianne e. klinke o.fl. 66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 96. árg. 2020 Drepkjarni: Varanlegur skaði Jaðarsvæði: Lifandi svæði en hætta á að þar verði drep Ef sjúklingur leggst inn á sjúkrahús nógu snemma eftir heilaslag er stundum hægt að veita svokallaða enduropnunarmeðferð. Um er að ræða tvenns konar með ferð, annars vegar segaleysandi lyfja- gjöf og hins vegar segabrottnám.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.