Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 70

Vinnan - 01.09.1946, Blaðsíða 70
að verkamenn og atvinnurekendur tilnefni sinn mann- inn frá hvorum aðila, en þrír dómaranna séu óvilhallir. Forseti Alþýðusambands Islands var þá Stefán Jóhann Stefánsson og samkvæmt vinnulöggjöfinni skipaði stjórn Alþýðusambandsins fulltrúa Hlífar í dóminum (!) það var lögfræðingur af skrifstofu Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Fulltrúi atvinnurekenda í dóminum var Alþýðuflokksmaður, kennari í Hafnarfirði. Þetta mun vera eina málið fyrir Félagsdómi, þar sem stefnandi hefur tilnefnt bæði fulltrúa sinn og hins stefnda. Guð- mundur I. Guðmundsson, einn af höfundum vinnulög- gjafarinnar og talsmaður ágætis hennar fyrir verka- lýðssamtökin, var sækjandi Alþýðuflokksins. Verjandi Hlífar var Pétur Magnússon hrm. Hlíf skylcli g'jalda grimmilcga Kröfur Guðmundar I. Guðmundssonar f. h. atvinnu- rekenda Alþýðuflokksins voru þær, að vinnustöðvun Hlífar yrði dæmd ólögmæt; að Hlíf greiddi atvinnurek- endum 6000 kr. auk 5% vaxta til greiðsludags vegna stöðvunar á b.v. Júní; að Hlíf greiddi Bæjarútgerðinni 1200 kr. á dag frá því vinnustöðvun hófst og þangað til henni yrði aflétt; að Hlíf greiddi sektir vegna ólög- mætra vinnustöðvana og yrði dæmd til að greiða allan málskostnað. — Hlífarmenn mundu enn þegar einmitt þessi maður var að túlka fyrir þeim, hve ágæt vinnu- löggjöfin væri fyrir verkalýðssamtökin. Kröfur Péturs Magnússonar, verjanda Hlífar, voru þær, að Hlíf yrði sýknuð af öllum kröfum stefnanda, að stefnandi yrði dæmdur til refsingar fyrir atvinnu- kúgun og dæmdur til að greiða allan málskostnað. Verjandi Hlífar sýndi fram á það fyrir dóminum, að stefnandi hefði beitt atvinnukúgun til að knýja verka- menn inn í klofningsfélagið og þar með brotið 6. gr. vinnulöggjafarinnar og auk þess brotið 3. og 4. gr. hennar. Dómur féll 25. febr. Var Hlíf sýknuð af kröfum at- vinnurekenda, þeir taldir samningsbundnir við Hlíf og því óheimilt að semja við klofningsfélag sitt. Hins vegar var Hlíf dæmd í 1000 kr. sekt fyrir ólöglega vinnu- stöðvun — í stað hennar hefði átt að skjóta broti at- vinnurekenda til Félagsdóms. (Ólögleg var vinnustöðv- unin talin vegna þess að til þess að hún bæri tilætlaðan árangur varð félagið að ákveða hana strax á félags- fundi, en allsherjaratkvæðagreiðsla gat ekki farið fram fyrr en síðar). Hlíf hafði þar með sigrað í deilu þessari. En minni hluti dómsins — fulltrúi Alþýðusambandsins og full- trúi atvinnurekenda !! — vildu dæma klofningsfélaginu réttinn. Verkamcnn samcinast aftur í sínu gamla félagi Að kvöldi 26. febr. var fundur í Hlíf — var það fjórði fundurinn meðan á deilunni stóð og voru þeir allir fjölmennari en dæmi voru til áður, og í allsherjar- atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina tóku þátt 235 félagsmenn og greiddu 219 atkvæði með henni, var það hæsta atkvæðamagn að baki samþykktar, sem Hlíf hafði nokkru sinni gert. Fundinum bárust úrsagnir tveggja manna, nafnalisti 112 manna, sem afturkölluðu úrsagnir sínar og 6 ein- stakar inntökubeiðnir. Formaður félagsins lagði til að afturkallanirnar yrðu teknar gildar. Kvaðst vona, að þessir menn kæmu aftur í félagið sem einlægir félags- menn. Voru afturkallanirnar samþykktar. Þá samþykkti fundurinn ennfremur með öllum at- kvæðum gegn 4: „Verkamannafélagið Hlíf ályktar, að þeir einir geti verið löglegir meðlimir Hlífar, sem ekki eru jafnframt meðlimir annars stéttarfélags verka- manna í Hafnarfirði í sömu starfsgrein.“ Hafnfirzkir verkamenn voru nú aftur sameinaðir í einu félagi og mun óhætt að fullyrða, að þótt þá í fram- tíðinni kunni að greina á um ýmislegt, muni þeir aldrei hverfa af braut jafnréttis og stéttarlegrar einingar. Deila þessi sýndi óumdeilanlega þann sannleik, að til þess að verkalýðssamtökin geti rækt hlutverk sitt, verða verkamenn að standa sameinaðir á stéttargrundvelli, og mega ekki skiptast í „verkamannafélög“ einstakra at- vinnurekenda, né eftir trúarskoðunum (eins og Alþýðu- blaðið hélt fram), — en fyrst og fremst sannaði hún nauðsyn þess, að Alþýðusambandinu væri breytt í fag- legt samband óháð pólitískum flokkum, enda var það gert þrem árum síðar og á þeim grundvelli mun það starfa í framtíðinni. í þessari deilu skipuðu stjórn Hlífar þessir menn: Helgi Sigurðsson formaður, Jón Bjarnason ritari, Krist- inn Sigurðsson gjaldkeri, Jón V. Hinriksson fjármála- ritari og Ólafur Jónsson varaformaður. / -------------------------------------------- Félagar í Alþýðusambandi Íslaucls! Starfið fyrir tímarit sambandsins. Utvegið nýfa kaupendur að Vinnunni. V_______-_____________________________________/ 260 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.