Blik - 01.05.1957, Page 3
BLIK
ÁRSRIT GAGNFRÆÐASKÓLANS í VESTMANNAEY3UM
VESTMANNAEYJ U M
MAÍ 1957
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON, skólastjóri:
Hugvekja
flutt í Gagnfrædaskólanum haustib 1956
(Fcerð siðan i stilinn)
Að afloknum öllum prófum
vorið 1955 fóru nemendur 3.
bekkjar hér í skólanum í ferða-
lag vestur á Snæfellsnes. Ég
átti að heita leiðtogi fararinnar.
Um ferðalag þetta skrifaði einn
nemandinn skemmtilega frásögn
og birti í Bliki í fyrra.
Á heimleiðinni gerðum við
dálitla lykkju á leið okkar og
ókum heim að Helgafelli, bæ
Snorra goða. Bær þessi stendur
undir samnefndu felli. Helgafell
er lágt og auðgengið. Það er
hálft á hæð við Helgafell okkar
en grösugt og fagurt. Snemma
á öldum trúðu forfeður okkar
því, að menn dæju í f jöll og hæð-
ir, tækju sér þar dvalarstað eft-
ir andlátið. Þórólfur Mostrar-
skegg nam land á Þórsnesi, þar
sem Helgafell rís. Hann hóf
fyrstur átrúnað á fell þetta og
gaf því nafn. Hann trúði því, að
hann sjálfur og frændur hans
mundu þangað fara eftir and-
látið. Þessi eða annar átrúnaður
á Helgafell hélzt öldum saman.
Eitt sinn, er Snorri goði skyldi
ráða fram úr vandamálum,
sagði hann við þann, sem til
hans leitaði: ,,Þá skulum við
ganga upp á Helgafell; þau ráð
hafa sízt að engu orðið, er þar
hafa ráðin verið.“
Við höfðum afráðið að ganga
á Helgafell og haga göngu okk-
ar eftir fornri sögn með vissum
LANOSBÓXASAFN
213351