Blik - 01.05.1957, Side 6
4
B L I K
gengum til prestsins. Nú þykist
ég skilja þessa sögu prýðisvel.
Hún greinir frá mannveru, sem
engan vilja hefur til þess að lifa
siðferðilegu lífi eða þiggja
handleiðslu æðri máttarvalda.
Þetta viljaleysi konunnar leiðir
hana til andlegs dauða. Hún varð
að saltstólpa þarna í nánd við
Dauðahafið, af því að þar rísa
slíkar vörður upp úr sandflæm-
unum, en hér á íslandi mundum
við hafa getað orðað það svo, að
konan hefði orðið að hraun-
dranga eða stuðlabergsstólpa.
Alltaf kemur mér þessi saga
í hug, þegar nemendur mínir
láta botninn detta úr náminu
eða sjálfum sér, ef ég mætti
orða það svo, líta sem sé aftur
á miðjum vetri, og gefast upp
við námið.
Sálarslénið heltekur viljann,
hugurinn verður reikull og ráf-
andi. Sannanlega leiðir oft t.il
þess, að þetta viljaslén veld-
ur þessu æskufólki andlegum
dauða, breytir því í steingjörv-
inga. Viljinn bíður hnekki, hug-
urinn hvarflar af -heillabraut og
frómar óskir láta sér þess vegna
til skammar verða.
I kvæði sínu, „Myndin“ fjall-
ar Þorsteinn Erlingsson um hug-
sjónamál æskumannsins og aft-
urhvarf eða uppgjöf. Skáldið
líkir hugsjón æskumannsins við
brúði, sem æskumaðurinn geng-
ur til faðmlaga við. „Brúðar-
gangan“ var auðveld í fyrstu,
en þegar tók að þyngjast fyrir
fæti á þessari morgungöngu lífs-
ins, reyndi á kjarkinn, vilja-
styrkinn og þolgæðið, ef settu
marki skyldi náð. „Þá leistu aft-
ur, vinur, það varð þín dauða-
synd“.
„Þú manst hinn fagra morgun;
með brosi þin hún beið
í brúðarklceðum sinum
og heimti þig á leið;
þar þyrsti breiddan faðminn
i armlög ungra sveina,
og opinn stóð hann hverjum,
sem þorði að koma og reyna.
Þá fannstu allt í einu
sem eld í hverri taug,
og áfram þutu fœtur,
en lengra hugur flaug;
svo bein og stutt var brautih
að brunni nautna þinna,
en brúður ung og fögur,
og litið til að vinna.
En túnið þitt var þrotið
og þar var engin mœr,
en þér gekk fljótt á engjar,
en hún var ekki ncer,
en Ijúft og létt var sporið,
þó lengdist brúðargangan
um löndin þau hin ncestu,
um dalinn endilangan."
Þannig lýsir skáldið þessari
brúðargöngu æskumannsins,
þegar hann leitar í faðm sinnar
æskuhugsjónar. Allt virðist auð-
velt í fyrstu. Hugurinn er heitur
og ör á þeim árum. Stutt leið
virðist á stefnumótið við veru-
leikann eða staðreyndirnar.
Markið er skammt undan, finnst