Blik - 01.05.1957, Síða 9
B L I K
7
JÓHANX GIJNNAR ÓLAFSSON, bœjarfógeti:
Landakirkja
í Vestmannaeyjum
L
Landakirkja er með elztu
kirkjum á íslandi. Hún var
byggð á árunum 1774—1778
eða 1780, og er því um þessar
mundir 178 ára gömul. Á þessu
ári hafa verið gerðar á henni
svo stórfelldar breytingar, að
ástæða hefur þótt til að rifja
upp byggingarsögu hennar. Hún
er byggð úr höggnu og óhöggnu
hraungrjóti, tvíhlaðin, og er
veggjaþykktin um 2 álnir. 1 upp-
hafi var hún tumlaus, sneitt
af burstum, og engin forkirkja.
Hún var látlaus og einföld í
sniðum, með litlum gluggum, og
hafði ekkert af hinum fordild-
arlega stíl aldar sinnar. Hún
mun vera fyrsta kirkja á Is-
landi, sem byggð var utan
kirkjugarðs. I upphafi var ráð
fyrir því gert, að hún yrði lengi
í smíðum, enda var hún stór-
bygging á þeirri öld, og því var
hin gamla og hrörlega kirkja,
sem var inni í gamla kirkjugarð-
inum látin standa, svo hægt
væri að fremja guðsþjónustu-
gerð í guðshúsi meðan á stein-
byggingunni stóð.
I kringum kirkjuna var lögð
steinstétt, og umhverfis var
gerð rimlagirðing úr timbri.
Fyrir vesturgafli var sett upp
klukknaport fyrir kirkju-
klukkurnar. Auk höfuðdyra á
vesturgafli voru kórdyr á aust-
anverðri norðurhlið. Síðar var
fyllt upp í þær.
í kirkjunni var og er margt
fagurra og góðra og gamalla
muna. Kirkjuklukkurnar eru
tvær og báðar stórar og hljóm-
miklar. Þær em steyptar árin
1617 og 1744. Fögur olíumynd
er á altari, máluð á rauðavið,
og tvær aðrar myndir á kórgafli.
Tveir ljósahjálmar eru í kirkj-
unni og er annar þeirra frá ár-
inu 1662, gjöf frá Hans Nansen
borgarstjóra í Kaupmanna-
höfn. Hann rak um skeið verzl-
un í Vestmannaeyjum og dvaldi
þar. Þá eru þar fagrir altaris-
stjakar, tveir þeirra frá 1642