Blik - 01.05.1957, Page 10
8
B L I K
og 1766, og skírnarfontur frá
1749. Fleiri gamla muni á kirkj-
an. Að öðru leyti vísast til grein-
ar séra Jes A. Gíslasonar í Víði
1948, þar sem byggingunni er
nákvæmlega lýst, og Sögu Vest-
mannaeyja eftir Sigfús M. John-
sen bæjarfógeta, I. bindi.
n.
Timburkirkjurnar í Vest-
mannaeyjum áttu sér ekki lang-
an aldur. Að jafnaði entust þær
ekki nema í 20-30 ár. Sennilega
hefur oft og tíðum ekki verið
til þeirra vandað, en hitt þó ráð-
ið meiru, hversu veðrátta hefur
verið rakasöm í Eyjum. Árið
1723 var reist ný kirkja. Hafði
kirkjan þá verið léleg um langt
skeið. Árið 1705 féll þannig pall-
stúkan ofan á fólkið meðan stóð
á messugerð. Eftir það var um
skeið messað í kjallara í verzl-
unarhúsunum inni í Skanzinum.
Þessi kirkja varð ekki til lang-
frama. Undir miðja öldina var
hún komin að falli. Þegar Sig-
urður Jónsson prófastur í Holti
visiteraði í Eyjum sumarið 1748,
hafði kirkjan „verið niðurtekin
í grunn til uppbyggingar á
kostnað konungs". Við hina nýju
kirkjubyggingu var lokið á þessu
ári. Þegar prófastur kom á ,,yf-
irreið“ næsta sumar, var bygg-
ingunni lokið. 1 gerðabók sína
ritaði prófastur nákvæma lýs-
íngu á henni, og lætur þess get-
ið, að hún hafi verið byggð úr
timbri í hólf og gólf og umhverf-
is. Þessi kirkja stóð í elzta hluta
Landakirkjugarðs, og sést hún
á uppdrætti séra Sæmundar
Hólms frá 1776. Austan við
kirkjuna og utan garðs sýnir
séra Sæmundur kirkjuklukkurn-
ar í gálga, en það á kannske
fremur að skoðast sem tákn-
mynd um kirkjustaðinn. Það
mundi vera einsdæmi að kirkju-
klukkur væri utan garðs. Rétt
hjá kirkjunni stóð gapastokkur
héraðsins með járnhlekkjum og
hespu. Þar máttu minni háttar
afbrotamenn dúsa um embætti
„til skræk og advarsel for men-
igheden“.
Kirkjan frá 1748 varð ekki til
frambúðar. Um 1770 var hún
orðin svo hrörleg, að nauðsyn
þótti, að gerður væri reki að
endurbótum á henni.
Frá fornu fari ríkti sú venja,
að dönsku kaupmennirnir í Vest-
mannaeyjum höfðu með hönd-
um allt fjárhald Landakirkju,
og með konungsúrskurði 25.
marz 1778 var það lögfest.
Skyldu þeir innheimta tekjur
kirkjunnar og færa þær í reikn-
ingabókina. 1 þjóðskjalasafni eru
ennþá varðveittar þessar reikn-
ingabækur. Sú elzta þó aðeins í
afriti, en hún hefst árið 1631
á reikningshaldi um endurbygg-
ing Landakirkju eftir Tyrkja-
rán. En þeir brenndu fyrstu
kirkjuna, sem reist var á Fornu-
löndum árið 1573. Ur hópi