Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 11
B L I K
9
bænda voru að vísu umsjónar-
menn með kirkjunni, en kaup-
menn höfðu af henni veg og
vanda, enda gáfu þeir henni
góðar gjafir í ornamenta, sem
enn eru til og skreyta hana.
Hans Klog kaupmaður starf-
aði um langt skeið við konungs-
verzlunina í Vestmannaeyjum.
Haustið 1771 komst hann að
þeirri niðurstöðu, að Landa-
kirkja mundi þurfa mikillar við-
gerðar, ef hún ætti að vera not-
hæf til messugerða. Ritaði hann
Thodal stiftamtmanni ræki-
lega um ástand Landakirkju
og lagði til, að annaðhvort
færi fram stórfelld endurbót
á kirkjunni, eða byggð yrði ný
kirkja úr steini eða timbri.
Stiftamtmaður skrifaði rentu-
kammeri um málið, en sum-
arið 1772 fór það fram á nánari
upplýsingar um ýmis atriði varð-
andi kirkjuna. Meðal annars
vildi kammerið fá að vita, hve
mikið fé hefði safnazt í sjóð
kirkjunnar síðan 1748, að kirkj-
an var endurbyggð. Þá var
óskað eftir því, að nákvæm skoð-
unargerð færi fram á ástandi
kirkjunnar, og var spurt um það,
hvort nægja mundi að gera nú
við kirkjuna og hvað helzt þyrfti
að gera við.. Þá var um það
spurt, hversu mikið mundi kosta
að byggja kirkjuna úr timbri að
nýju og hvort hægt væri og
heppilegt fyrir framtíðina að
byggja hana úr steini, og af
þeirri stærð, sem Hans Klog
kaupmaður hefði nefnt í beiðni
sinni. Loks var eftir því grennsl-
azt, hvort grjót væri til á staðn-
um í útveggina og hve mikið
mundi þurfa í hana af múrsteini,
kalki, við í bjálka, loft, sperr-
ur og þak, og hver kostnaðurinn
mundi verða. Þá var beðið rnn
uppdrætti af kirkjunni, hvort
heldur hún yrði úr timbri eða
steini. Um sama leyti skrifaði
stiftamtmaður Finni Jónssyni
biskupi í Skálholti og skýrði
honum frá erindi Hans Klogs
kaupmanns og fyrirspurnum
hins konunglega, norska kamm-
ers. Bað hann um tillögur bisk-
ups og prestanna í Vestmanna-
eyjum um málefni Landakirkju.
Stiftamtmaður heimti allar upp-
lýsingar um haustið 1772 og
skrifaði kammerinu 5. septem-