Blik - 01.05.1957, Page 13
B L I K
11
Landakirkja eins og hún mun hafa litiö út fullgerö 1778 eða 1780.
sem þyrfti að flytja upp til bygg-
ingarinnar. Meðal annars taldi
hann að þurfa mundi 11000
Flensborgarmúrsteina og 900
tunnur af kalki í bygginguna
auk trjáviðar. Þurfti margt til
jafn stórrar byggingar í verk-
færum og efnivið, en gert var
ráð fyrir, að kirkjan yrði 27 \4
alin á lengd og 16 álnir á breidd.
Gólfið skyldi lagt tígulsteinum
og bogar vera yfir gluggum og
dyrum. Veggir voru tvíhlaðnir
úr höggnu og óhöggnu hraun-
grýti um tvær álnir á þykkt.
Yfirsmiður var ráðinn þýzkur
steinmiður, Kristófer Berger að
nafni, og átti hann að fá 940 rík-
isdali fyrir að hlaða kirkjuna.
Skyldi hann taka með sér Jó-
hann Berger, bróður sinn, og tvo
danska iðnaðarmenn. Anthon
byggingameistari gerði 21. maí
1774 samning við Kristófer
Berger og staðfesti rentukamm-
er hann 25. s. m. Sá samningur
er ennþá til og er hann geymdur
í þjóðskjalasafni í Reykjavík.
Berger átti að fá nóga starfs-
menn í Eyjum til steinhöggs og
aðflutninga. Af verkfærum fékk
hann 6 hjólbörur, 4 handbörur,
1 vagn, 1 sleða og aktygi á 4
hesta.
I maímánuði 1774 tilkynnti
verzlunarstjórnin Hans Klog
kaupmanni, að Kristófer Berger
hefði verið ráðinn samkvæmt
heimild í rentukammerbréfi frá
14. des. 1773 til þess að byggja
kirkjuna, og 6. júlí s. á. skrifaði
stiftamtmaður til Klogs kaup-
manns. Skýrði hann honum frá
því, að samkvæmt rentukamm-
erbréfi 4. maí eigi Berger stein-
smiður að sjá um steinbrot og
allt steinverk Landakirkju.
Hinsvegar beri kaupmanni að út-
vega verkafólk og allt annað,
sem með þyrfti. Hann mundi