Blik - 01.05.1957, Side 14
12
B L I K
hafa fengið fyrirmæli frá verzl-
unarstjórninni að hafa umsjón
með efni, sem til félli úr gömlu
kirkjunni, þegar hún yrði rifin,
og varðveita kirkjugripina. Um
sömu mundir skrifaði stiftamt-
maður biskupi og kvaðst senda
honum öll skjöl, sem honum
hefði borizt um byggingu
Landakirkju frá stjórnardeild-
unum dönsku.
Erlendis var nú öllum undir-
búningi undir kirkjubygginguna
lokið, og frá Kaupmannahöfn
lagði í maímánuði 1774 skip
hlaðið efni til kirkjunnar, og þar
voru einnig um borð hinir
dönsku og þýzku kirkjusmiðir.
Skipið kom til Vestmannaeyja í
byrjun júlí og hófst afferming
7. júlí, en var ekki lokið fyrri en
22. ágúst. 1 júlímánuði var haf-
izt handa um undirbúning að
kirkjubyggingunni. Var fyrst
lagður vegur þangað, sem kirkj-
an átti að standa. Hafði verið
horfið að því ráði, að láta gömlu
kirkjuna standa áfram meðan
steinkirkjan væri í byggingu og
reisa Landakirkju á flöt vestan
við kirkjugarðinn. Var það
fyrsta kirkja, sem reist var utan
garðs á Islandi.
I júlímánuði mun einnig hafa
verið byrjað á því að grafa
fyrir undirstöðum kirkjunnar.
Séra Sigurður Jónsson prófast-
ur að Holti undir Eyjafjöllum
visiteraði Landakirkju 9. ágúst
1774, og er í gjörðabók hans rit-
að, að gamla kirkjan geti komið
að notum til guðsþjónustuhalds
„allt þangað til sú nýja, áform-
aða kirkja kemst í fullkomið
stand, fyrir hverri búið er að
grafa til grundvallar allt um
kring.“Síðan er sagt: ,,Þó kirkj-
an flytjist úr þeim stað, sem
hún nú stendur, er til ætlað að
kirkjugarðurinn skuli samt hald-
ast við hefð og magt“. Hefur svo
verið til þessa dags, nema hvað
kirkjugarðurinn hefur að sjálf-
sögðu verið stækkaður verulega,
aðallega í austur. Suðvesturhorn
garðsins er hinn elzti hluti, þar
sem Landakirkja stóð áður.
Þessa visitazíugerð undirrita
þessir menn, auk prófasts: Hans
Klog kaupmaður, séra Benedikt
Jónsson á Ofanleiti, séra Guð-
mundur Högnason á Kirkjubæ,
og bændurnir: Jón Jónsson,
Ormur Jónsson, Eiríkur Bjarna-
son, Nikulás Gunnsteinsson, Er-
lendur Ólafsson og Jón Jónsson.
Kristófer Berger og Hans
Klog gáfu rentukammeri árlega
skýrslur um verkið, og verður
nú hægt að sjá af þeim, hversu
byggingunni miðaði áfram.
Skýrslur þessar eru í Þjóð-
skjalasafni með Landakirkju-
skjölum. Verður nú íhöfuðdrátt-
um sagt frá því, hversu verkinu
leið frá ári til árs. Eins og áður
getur hófust byggingarfram-
kvæmdirnar í júlímánuði 1774.
Þá var lagður vegur að Landa-
kirkju og grafið fyrir grunni