Blik - 01.05.1957, Page 15
B L I K
13
Altaristaflan
i
Landakirkju.
kirkjunnar. Vafalaust má gera
ráð fyrir, að steinbrotið hafi haf-
izt þá þegar. Þetta ár unnu flest
17 menn við bygginguna, en fæst
2. Árið 1775 var stöðugt unnið
við bygginguna, og voru þar
flest 7 menn, en fæst tveir. Árið
1776 var unnið frá 1. janúar til
1. desember, og unnu þá flest
8 menn við bygginguna, en fæst
2. Árið 1777 vantar skýrslu frá
Berger, en sjá má af bréfi frá
Hans Klog kaupmanni til Tho-
dals stiftamtmanns dags. 8.
júlí 1777, að þá hefur Berger átt
eftir 3ja daga vinnu af stein-
smíðinni, og 7. ágúst s.á. skrifar
Thodal rentukammeri, og til-
kynnir, að allri steinsmíði við
kirkjubygginguna sé lokið. Hafi
Kristófer Berger í hyggju að
fara utan þá um haustið.
I þessu sama bréfi skýrir
stiftamtmaður frá því, að ekki
sé ennþá byrjað á trésmíði við
kirkjuna. Bar hann um leið upp
þá fyrirspurn, eftir beiðni Klog
kaupmanns, hvort ekki mætti
gera alla innviði og þak úr nýju
timbri. Taldi hann við úr gömlu
kirkjunni ónothæfan til þess,
enda mætti ekki rýja svo þá
kirkju, að hún yrði ónothæf til
guðsþjónustu, fyrri en hinni
væri lokið. Þegar stiftamtmað-
ur skrifaði þetta, hafði engin
skoðunargerð farið f ram á stein-
smiðinni, en hann hét að útvega