Blik - 01.05.1957, Page 16

Blik - 01.05.1957, Page 16
14 B L I K hana. Sú skoðunargerð er þó ekki með Landakirkjuskjölum. Engar skýrslur eru nú til um það, hvernig áfram miðaði tré- smíði við bygginguna. Þó er kunnugt, að gluggar í kirkjuna komu með vorskipi 1777. Yfir- smiður við bygginguna mun hafa verið Guðmundur Eyjólfs- son, bóndi í Þorlaugargerði, kóngssmiður nefndur, faðir séra Bjarnhéðins á Kirkjubæ. Hann hafði áður fengizt við kirkju- byggingar og þótti góður for- smiður. Líklega hefur kirkjubygging- unni verið lokið að fullu árið 1778, fremur en 1780, þó var henni ekki lokið 25. marz 1778, þegar gefinn var út úrskurður um tekjur Landakirkju ogprest- anna í Vestmannaeyjum. Undir 8. lið í úrskurði þessum er kom- izt svo að orði, að þegar kirkjan sé fullbyggð, komið á hana tvö- falt þak, ásamt öðru, sem falli undir fullnaðarsmíði hennar, skuli árlega skafa þak kirkjunn- ar og viði, svo að fúi komist ekki í timbrið, og bika það vandlega. Sama máli skyldi gegna um gluggahlera og annað, sem varið yrði gegn fúa með biki. Veggi skyldi kalka að nýju, ef þörf yrði á, svo að engar skemmdir kæmi upp vegna vanhirðu. Þetta var allt í umsjá og á ábyrgð umboðs- mannsins, þ. e. kaupmanns. Það kom fljótt í ljós, að viðhald yrði nokkurt á byggingunni. Árið 1781 getur Páll Sigurðsson próf- astur þess, að ástand kirkjunn- ar sé eins og s.l. ár, „nema hvað útspekningin er meira og meira að bresta, að utanverðu helzt.“ Frá árinu 1778 finnst nú ekki bókun um vísitazíuna, en í bók- un um visitazíu prófasts 20. júlí 1780 er sagt, að kirkjan sé með sama hætti og árið 1778. En þess er þá getið, að „klukkna- portið“ hafi verið fært nærkirkj- unni, „í hverju sú minni klukka gefur af sér mikið slétt hljóð, hvað prófasturinn álítur að kólf- inum kunni ekki að tilskrifast." I þessari sömu bókun er sagt: „Steinbrú er lögð allt í kringum kirkjuna.“ Að síðustu er tekið fram: „Prófasturinn afsakar sig frá að uppskrifa kirkjuna að öllu leyti, þar það mundi víst út- heimta 4 daga.“ Þetta gæti bent til þess, að kirkjubyggingunni hefði ekki verið að fullu lokið fyrri en 1780, og úttekt á henni hefði átt að fara fram í þetta sinn, en prófastur færzt undan því, til þess að teppast ekki í Eyjum, ef veðri breytti og brimaði. Og víst er um það, að reikningsskilum fyrir byggingarkostnaðinum var ekki lokið fyrr en árið 1781. Byggingin hafði kostað 5147 ríkisdali og 69% skilding, og þannig farið um 2740 ríkisdali og 21% skilding fram úr upp- haflegri áætlun. Með konungsúr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.