Blik - 01.05.1957, Page 16
14
B L I K
hana. Sú skoðunargerð er þó
ekki með Landakirkjuskjölum.
Engar skýrslur eru nú til um
það, hvernig áfram miðaði tré-
smíði við bygginguna. Þó er
kunnugt, að gluggar í kirkjuna
komu með vorskipi 1777. Yfir-
smiður við bygginguna mun
hafa verið Guðmundur Eyjólfs-
son, bóndi í Þorlaugargerði,
kóngssmiður nefndur, faðir séra
Bjarnhéðins á Kirkjubæ. Hann
hafði áður fengizt við kirkju-
byggingar og þótti góður for-
smiður.
Líklega hefur kirkjubygging-
unni verið lokið að fullu árið
1778, fremur en 1780, þó var
henni ekki lokið 25. marz 1778,
þegar gefinn var út úrskurður
um tekjur Landakirkju ogprest-
anna í Vestmannaeyjum. Undir
8. lið í úrskurði þessum er kom-
izt svo að orði, að þegar kirkjan
sé fullbyggð, komið á hana tvö-
falt þak, ásamt öðru, sem falli
undir fullnaðarsmíði hennar,
skuli árlega skafa þak kirkjunn-
ar og viði, svo að fúi komist
ekki í timbrið, og bika það
vandlega. Sama máli skyldi
gegna um gluggahlera og
annað, sem varið yrði gegn
fúa með biki. Veggi skyldi
kalka að nýju, ef þörf yrði á,
svo að engar skemmdir kæmi
upp vegna vanhirðu. Þetta var
allt í umsjá og á ábyrgð umboðs-
mannsins, þ. e. kaupmanns. Það
kom fljótt í ljós, að viðhald yrði
nokkurt á byggingunni. Árið
1781 getur Páll Sigurðsson próf-
astur þess, að ástand kirkjunn-
ar sé eins og s.l. ár, „nema hvað
útspekningin er meira og meira
að bresta, að utanverðu helzt.“
Frá árinu 1778 finnst nú ekki
bókun um vísitazíuna, en í bók-
un um visitazíu prófasts 20. júlí
1780 er sagt, að kirkjan sé með
sama hætti og árið 1778. En
þess er þá getið, að „klukkna-
portið“ hafi verið fært nærkirkj-
unni, „í hverju sú minni klukka
gefur af sér mikið slétt hljóð,
hvað prófasturinn álítur að kólf-
inum kunni ekki að tilskrifast."
I þessari sömu bókun er sagt:
„Steinbrú er lögð allt í kringum
kirkjuna.“ Að síðustu er tekið
fram: „Prófasturinn afsakar sig
frá að uppskrifa kirkjuna að öllu
leyti, þar það mundi víst út-
heimta 4 daga.“
Þetta gæti bent til þess, að
kirkjubyggingunni hefði ekki
verið að fullu lokið fyrri en
1780, og úttekt á henni hefði átt
að fara fram í þetta sinn, en
prófastur færzt undan því, til
þess að teppast ekki í Eyjum, ef
veðri breytti og brimaði. Og víst
er um það, að reikningsskilum
fyrir byggingarkostnaðinum var
ekki lokið fyrr en árið 1781.
Byggingin hafði kostað 5147
ríkisdali og 69% skilding, og
þannig farið um 2740 ríkisdali
og 21% skilding fram úr upp-
haflegri áætlun. Með konungsúr-