Blik - 01.05.1957, Side 18
16
B L I K
Hans Klog kaupmaður var
danskur maður. Um 1750 kom
hann fyrst til íslands ungur að
aldri og gerðist verzlunarþjónn.
Árið 1788 keypti hann konungs-
verzlunina í Vestmannaeyjum,
Garðsverzlun. Þá hafði hann
starfað 37 ár á íslandi og verið
21 ár í Vestmannaeyjum. Hafði
hann um skeið verið yfirkaup-
maður við Garðsverzlun, eða í
hinum danska Garði, en svo var
verzlunarstaðurinn stundum
nefndur, af því að hann var inni
í Skanzinum, umgirtur á alla
vegu. Klog var mikill umsvifa-
maður. Árið 1787 hafði hann
búskap bæði á Kornhól og Mið-
húsum, og voru þá 27 manns í
heimili hjá honum. Klog byrj-
aði verzlunarrekstur sinn á
harðindaárum. Fólki fór um þær
mundir sífækkandi í Eyjum og
aflabrögð voru rýr. Verzlun
hans fór hnignandi, svo að hann
gat ekki staðið í skilum við lán-
ardrottin sinn, ríkissjóðinn.
Árið 1798 voru allar eigur har
af honiun teknar og Garðsverzl-
un seld öðrum. Klog var merkis-
maður og höfðingslundaður.
Sagt er, að hann hafi alið upp
og kostað til náms séra Pál Jóns-
son, og ef til vill einnig alið upp
Þuríði, systur hans. Þegar hún
giftist 1793 Páli Guðmundssyni
assistent í Bakkahjáleigu, var
Hans Klog svaramaður hennar.
Þau Þuríður og Páll misstu for-
eldra sína, þegar þau voru ung
að aldri. Jón Eyjólfsson, undir-
kaupmaður, faðir þeirra, hafði
verið samstarfsmaður og þjónn
Klogs, og virðist sem hann hafi
talið, að hann hefði skyldur við
börnin þess vegna.
Það bar við árið 1775, að 5
skip úr Mýrdal hrakti undan ó-
veðri alla leið til Vestmanna-
eyja. Þar voru 90 manns um
borð. Klog kaupmaður veitti
þeim höfðinglegar móttökur og
segir séra Jón Oddsson frá at-
vikum í kvæði sínu um hrakn-
inginn á þessa leið:
Viðtektir góðar veitti þjáðum
Vestmannaeyja þjóðin flest,
gáfu þeim kost með kærleiksdáðum,
kaupmaður Hans þó allra bezt,
nákvæma sýndi hjúkrun hann
hverjum, sem til hans koma vann.
Þá, sem að aumri öðrum vóru,
í sín hýbýli taka vann,
tuttugu þeirra til hans fóru,
trúlega þessa fæddi hann,
gaf þeim svo upp með sómasöfn
sérhvern kostnað og fyrirhöfn.
Meðal barna Klogs voru
Tómas Klog landlæknir að Nesi
við Seltjörn, Jens verzlunar-
stjóri í Vestmannaeyjum og
Anna Soffía. Hans Klog mun
hafa flutzt til Danmerkur, þeg-
ar verzlunin var tekin af honum,
og andazt þar.
Georg David Anthon var
fæddur í Þýzkalandi 1714, en dó
í Danmörku 1781. Hann lærði