Blik - 01.05.1957, Page 20
18
B L I K
Árið 1865 hófu foreldrar Þór-
unnar Ketilsdóttur búskap á
jarðarkoti austur í Mýrdal. Þau
höfðu þá eignazt saman eitt
barn, dreng. Næstu þrjú árin
varð þeim tveggja barna auðið.
Þau eignuðust tvær stúlkur, og
var Þórunn eldri. Hún fæddist
3. maí, vorið, er þau hjón stofn-
uðu til búskaparins.
Þegar þau höfðu búið í þrjú
ár, tók fátæktin að sverfa svo
að f jölskyldunni, að hún leið af
„sulti, nakleika, kröm og kvöl“,
eins og Bólu-Hjálmar í Akra-
hreppi. Þá neyddust þau til að
knýja á náðir hreppsins og biðja
um framfærslustyrk til þess að
bjarga lífi barnanna.
Forustumenn hreppsfélagsins
heyrðu sultarvein fjölskyldunn-
ar og „gerðu skyldu sína“ gagn-
vart henni. — Þeir tóku til sinna
ráða. Fráleitt voru þau ráð þó
einkaeign þeirra, svo kunn voru
þau um allt land á þeim tímum.
— Hinni örsnauðu fjölskyldu
var sundrað. Það þótti f járhags-
lega hallkvæmast hreppsfélag-
inu. Móðurástin, þarfir barn-
anna á henni og allri móðurlegri
umhyggju, að ekki sé minnzt á
föðurlegar kenndir, átti hér eng-
an rétt á sér. Litlu börnin voru
tætt frá foreldrunum og látin í
fóstur til vandalausra, þeirra,
sem minnst kröfðust meðlags
með ,,sveitarlimunum“, en for-
eldrarnir gerðust vinnuhjú
bænda. Þau hjón fengu því þó
svo til hagað, að þau gátu oftast
verið saman í vinnumennskunni.
Þannig skyldu örlögin að
Tótu htlu, þá þriggja ára, og
móður hennar, sem felldi tár
harms og trega yfir vöggum
litlu stúlkubarnanna sinna.
Ung hjón í sveitinni tóku
Tótu í fóstur. Enginn hafði
„boðið minna í hana“ en þau.
Á bæ þessum voru sex manns:
Ungu hjónin, amma húsmóður-
innar og seinni maður hennar,
sem nefndur verður „gamli
maðurinn“ í þætti þessum, móð-
ir húsbóndans og vinnukona.
Sum árin var þar einnig vinnu-
maður.
Ungu hjónin voru talin vel
bjargálna.
Unga konan sjálf sótti litla
sveitarómagann heim til hinna
örsnauðu foreldra. Þarna lá
litla Tóta í dálítilli vöggumynd.
Ein flík var á kroppnum, gauð-
rifinn skyrtugopi. Henni skýldi
gamall og götugur skinnbjór,
sem hún lék sér við að reka fing-
urna út um.
Engin voru leiksystkinin í
nýju vistinni, og fólkið hafði
lítinn tíma frá daglegum önn-
um til að gæta að litla sveitar-
ómaganum og annast hann.
Tóta lærði brátt að sjá um sig
sjálf og dunda sér. Þegar skepn-
ur voru heima við, svo sem kýr
eða hestar, flýði hún inn í bæ-
inn, því að hún var hrædd við
allar skepnur. Þá valdi hún sér