Blik - 01.05.1957, Page 20

Blik - 01.05.1957, Page 20
18 B L I K Árið 1865 hófu foreldrar Þór- unnar Ketilsdóttur búskap á jarðarkoti austur í Mýrdal. Þau höfðu þá eignazt saman eitt barn, dreng. Næstu þrjú árin varð þeim tveggja barna auðið. Þau eignuðust tvær stúlkur, og var Þórunn eldri. Hún fæddist 3. maí, vorið, er þau hjón stofn- uðu til búskaparins. Þegar þau höfðu búið í þrjú ár, tók fátæktin að sverfa svo að f jölskyldunni, að hún leið af „sulti, nakleika, kröm og kvöl“, eins og Bólu-Hjálmar í Akra- hreppi. Þá neyddust þau til að knýja á náðir hreppsins og biðja um framfærslustyrk til þess að bjarga lífi barnanna. Forustumenn hreppsfélagsins heyrðu sultarvein fjölskyldunn- ar og „gerðu skyldu sína“ gagn- vart henni. — Þeir tóku til sinna ráða. Fráleitt voru þau ráð þó einkaeign þeirra, svo kunn voru þau um allt land á þeim tímum. — Hinni örsnauðu fjölskyldu var sundrað. Það þótti f járhags- lega hallkvæmast hreppsfélag- inu. Móðurástin, þarfir barn- anna á henni og allri móðurlegri umhyggju, að ekki sé minnzt á föðurlegar kenndir, átti hér eng- an rétt á sér. Litlu börnin voru tætt frá foreldrunum og látin í fóstur til vandalausra, þeirra, sem minnst kröfðust meðlags með ,,sveitarlimunum“, en for- eldrarnir gerðust vinnuhjú bænda. Þau hjón fengu því þó svo til hagað, að þau gátu oftast verið saman í vinnumennskunni. Þannig skyldu örlögin að Tótu htlu, þá þriggja ára, og móður hennar, sem felldi tár harms og trega yfir vöggum litlu stúlkubarnanna sinna. Ung hjón í sveitinni tóku Tótu í fóstur. Enginn hafði „boðið minna í hana“ en þau. Á bæ þessum voru sex manns: Ungu hjónin, amma húsmóður- innar og seinni maður hennar, sem nefndur verður „gamli maðurinn“ í þætti þessum, móð- ir húsbóndans og vinnukona. Sum árin var þar einnig vinnu- maður. Ungu hjónin voru talin vel bjargálna. Unga konan sjálf sótti litla sveitarómagann heim til hinna örsnauðu foreldra. Þarna lá litla Tóta í dálítilli vöggumynd. Ein flík var á kroppnum, gauð- rifinn skyrtugopi. Henni skýldi gamall og götugur skinnbjór, sem hún lék sér við að reka fing- urna út um. Engin voru leiksystkinin í nýju vistinni, og fólkið hafði lítinn tíma frá daglegum önn- um til að gæta að litla sveitar- ómaganum og annast hann. Tóta lærði brátt að sjá um sig sjálf og dunda sér. Þegar skepn- ur voru heima við, svo sem kýr eða hestar, flýði hún inn í bæ- inn, því að hún var hrædd við allar skepnur. Þá valdi hún sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.