Blik - 01.05.1957, Page 23
B L I K
21
Var þá Tóta nær fermingaraldri.
Þetta var karlmaður, stór vexti
og ógeðslegur að henni fannst.
Eftir mikið sálarstríð herti hún
upp hugann og stundi því upp,
að hún gæti ekki sofið hjá þess-
um gesti. Var því ekki illa tekið
og hún látin sofa hjá gamla
manninum að því sinni. Mikil lús
var á bænum, sérstaklega á
gamla manninum. Þá nótt svaf
Tóta lítið sökum óværðar.
Allur spónamatur var etinn
úr öskum. Þeir voru að jafnaði
þvegnir einu sinni á misseri. Þá
voru þeir orðnir æði kámugir
utan, en að innan héldust þeir
alveg sæmilega hreinir, með því
að hundarnir voru látnir sleikja
þá eftir hverja máltíð, síðan í þá
blásið, lokið látið falla að stöf-
um þeirra og þeir geymdir undir
rúmunum. Alltaf voru askarnir
lagðir í bleyti fyrri hluta sum-
ars fyrir sláttinn og núnir sandi
í þvottinum. Á sama hátt voru
þeir alltaf þvegnir upp úr hangi-
ketssoðinu, þegar soðið var til
jóla. Bollar voru jafnaðarlega
lagðir í bleyti einu sinni í viku
og þvegnir þá. Oft voru þeir þá
þvegnir upp \ir strokkvatninu,
eftir að hann hafði verið þveg-
inn.
Timburgólf var í baðstofunni.
Það var yfirleitt þvegið einu
sinni á ári. Sá þvottur var fram-
kvæmdur þannig, að á Þorláks-
messukvöld, áður en gengið var
til náða, var hellt yfir gólfið,
Þórunn Ketilsdóttir.