Blik - 01.05.1957, Side 26
24
B L I K
leg og falleg. Svo var efnið frá
honum frænda hennar, sem
alltaf hafði munað eftir henni
á hverju vori. En bezt af öllu
var hún þó sökum þess, að hún
mamma hafði farið höndum um
hana, sniðið hana og saumað.
Snemma voru þær skyldur
lagðar á herðar Tótu litlu að
reka og sækja kýrnar. Eitt sinn
var tarfi beitt með kúnum. Hann
gat verið illur viðskiptis. Það
kom fyrir, að hann snerist gegn
barninu og gerði sig líklegan til
alls. Barnið var í sífelldum ótta
við tarfinn. Hjartað barðist á-
kaft í brjósti hennar af hræðslu,
svo að hún var miður sín, meðan
hún rak kýrnar heiman eða
heim. Hún vogaði að bera upp
kveinstafi sína við húsmóður-
ina, sem tjáði hinu fólkinu ótta
barnsins eitt sinn, er setið var
að snæðingi í baðstofunni. Hús-
bóndinn þagði, en gömlu kon-
urnar og öldungurinn tóku til
að rifja upp minni um marga
daga og mæðusama, þegar þau
voru ung og óhörðnuð í viðskipt-
um við tarfa og tápmikla fola,
og þar við sat. Framvegis varð
Tóta litla að reka kýrnar með
lífið í lófa sér af ótta við tarf-
inn. Kveinstafir hennar heyrð-
ust ekki.
Húsmóðirin var að þvo þvott.
Hún hamaðist við að þvæla hann
upp úr keytukeraldinu. Gamla
konan, amma hennar, hafði sent
Tótu nokkrar ferðir með flíkur
og fatagarma út í þvælið til hús-
móðurinnar, sem tók að ergjast
við sífellt aukinn þvott. Síðast
fór Tóta með trefil af gamla
manninum. Það fussaði í hús-
móðurinni. Hún hélt hún færi
ekki að þvo lúsatrefilinn af hon-
um, sem hún nefndi. Það gæti
gamla konan gert sjálf. Tóta
litla hafði gaman af orðum hús-
móðurinnar. Gamla konan hafði
svo oft verið henni önug og
beitt hana vendinum, að ein-
hvern veginn gat barnið ekki
stillt sig um að segja henni svar
húsmóðurinnar í hefndarskyni.
En sú hefnd bitnaði auðvitað á
barninu sjálfu, því að gamla
konan rak slúðrið í húsmóður-
ina, sem síðan hýddi Tótu litlu
fyrir það.
Einu sinni fyrir fermingu fékk
Tóta að fara í kirkju. Var hún
þá látin ríða fyrir aftan gamla
manninn, sem alltaf var barninu
góður og tillitssamur. Á leiðinni
til kirkjunnar mættu þau odd-
vita hreppsins, sem einnig var
á leiðinni í guðshúsið. „Hérna
kem ég nú með sveitarbarnið
okkar, Einar minn“, sagði gamli
maðurinn. ,,Hún mátti nú sitja
heima“, sagði oddvitinn þurr-
lega. — Þetta svar oddvitans
stakk munaðarleysingjann. —
Tóta mundi það síðan eða fram á
gamals aldur. Hvar sem hún
kom, fannst henni litið niður á
sig og hún lítilsvirt í tilliti og
orðum.