Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 30
28
B L I K
bændurnir erfiðast með að stand-
ast ofurmögn náttúruaflanna og
verja heimili sín sulti og seyru,
þegar þannig áraði. Um vorið
1882 kollféll allur bústofn hjón-
anna sökum fóðurskorts. Þá
flosnuðu þau upp af jörðinni.
Fjölskyldan leið hungur. Þau
náðu sér þó í annað kot til að
hokra á, og Tóta fylgdi þeim.
Alls var hún hjá hjónum þessum
í 6 ár. Þar mætti hún hjarta-
hlýju og góðvild, samúð og
skilningi. En öll þessi ár leið
hún hungur öðru hvoru, svo að
á henni sá. Síðari hluta vetrar
1887 og um vorið varð hungurs-
neyðin á heimilinu meiri en
nokkru sinni fyrr. Skorturinn og
vanlíðanin svarf svo geigvæn-
lega að fjölskyldunni, að því
verður naumast með orðum
lýst. Á miðjum vetri var heim-
ilið giörsamlega bjargarlaust.
Ein kýr var í fjósi, og ekkert
hey til handa henni. Undir kvöld
var kýrin leidd út úr f jósinu og
slátrað. Hafði fjölskyldan þá
ekki bragðað mat allan daginn,
því að enginn matarbiti var til í
bænum. Þau urðu því að hungra,
þar til kýrketsbiti var soðinn
til saðnings þeim. Börnin voru
þrjú, eða alls 6 manns á heimil-
inu.
Þegar leið að vori, náði bónd-
inn í 90 grásleppur og 100
ýsur frá Vík í Mýrdal. Eina rúg-
skeffu fengu þau hjón senda
héðan úr Vestmannaeyjum og
nokkur pund af grjónum. Þetta
skyldi verða allur sumarforði
fjölskyldunnar. Nokkra silunga
veiddi bóndi í Heiðarvatni, þeg-
ar á vorið leið. Níu ær höfðu
þau hjón í kvíum um sumarið.
Soðið af grásleppunni og ýsunni
var drukkið með matnum sem
mjólk væri, og gerði sulturinn
það sætt á bragðið og ljúffengt.
Fjölskylda þessi var bókstaf-
léga að deyja úr hor, þegar
henni barst hjálp. Þá um sumar-
ið var Tótu útveguð vist að
Reynisholti í Mýrdal. Þá átti
hún hvorki sokka né skó. Hafði
árum saman gengið berfætt öll
sumur og jafnan með sár á fót-
um, sem illa héldust við og
trauðla vildu gróa.
Þegar hún flutti í nýju vistina,
hafði hún auðvítað allar eigur
sínar með sér, eins og lög gera
ráð fyrir, en þær voru gamli
gullastokkurinn hennar, sem nú
var loklaus, koddi, sem hún tróð
í stokkinn, og nokkrir fatagarm-
ar auk þeirra, sem hún stóð í.
Bezta flíkin og fallegasta var
pilsið hennar. Það var bæði
spari- og hversdagspils. Neðri
hluti þess var ofinn úr ullar-
bandi, sem henni hafði verið gef-
ið, og voru bekkir í kring. En
efri hluti pilsins var sniðinn
og saumaður úr mjög venjuleg-
um strigapoka. Einn gemling
átti hún einnig, og áskildi hún
sér fóður handa honum 1 nýju
vistinni.